fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Rúmlega 50.000 Kaliforníubúar létust ótímabærum dauða á áratug vegna reyks frá gróðureldum

Pressan
Laugardaginn 15. júní 2024 15:30

Gróðureldur í Kaliforníu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2008 til 2018 létust rúmlega 50.000 Kaliforníubúar ótímabærum dauða vegna reyks frá gróðureldum. Reykurinn varð þess valdandi að fólkið komst í snertingu við eitraðar agnir.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn að sögn The Guardian sem segir að rannsóknin sýni einnig eldarnir hafi haft í för með sér útgjöld upp á 432 milljarða dollara vegna heilsufars fólks.

Gróðureldar mynda reyk sem inniheldur PM2.5 en það eru örsmáar agnir, um einn þrítugasti af mannshári, sem geta borist djúpt niður í lungun og inn í blóðrásina. Þessar agnir hafa verið tengdar við margvísleg heilsufarsvandamál og ótímabæran dauða.

Önnur rannsókn leiddi í ljós að gróðureldar gera að verkum að milljónir Bandaríkjamanna komast í snertingu við þessar hættulegu agnir.

Í nýju rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Science Advances, kemur fram að vísindamennirnir hafi notað nýtt reiknilíkan til að rannsaka áhrif PM2.5, af völdum gróðurelda, á árunum 2008 til 2018.

Niðurstaðan var að 52.480 manns, hið minnsta, létust ótímabærum dauða af völdum þessara agna auk þess sem 432 milljarða kostnaður myndaðist vegna heilsufarsvanda fólks af völdum agnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum