fbpx
Þriðjudagur 05.mars 2024
Pressan

Móðir rukkar fjölskylduna fyrir jólamatinn

Pressan
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk móðir ætlar sér að rukka fjölskyldu sína um 150 pund (rúmar 26.000 íslenskar krónur) fyrir máltíð sem hún mun elda og hafa til reiðu á jóladag. Mun aðalrétturinn verða kalkúnn og með fylgir eitt glas af kampavíni. Konan segir að hún eigi ekki að þurfa að leggja út fyrir jólamatnum úr eigin vasa og hefur áður sagt að allt sem hún geri geri hún til að græða peninga.

Umrædd kona heitir Carla Bellucci og hefur áður verið í fréttum í Bretlandi en hún viðurkenndi að hafa þóst vera með þunglyndi til að opinbera heilbrigðiskerfið, NHS, myndi greiða nefaðgerð fyrir hana. Eftir það var hún sögð hataðasta kona Bretlands. Hún hefur einnig vakið athygli fyrir að segja að dóttir hennar ætti að fara í fegrunaraðgerðir og þurfi að treysta á útlitið til að ná langt í lífinu.

Sjá einnig: Móðir vildi að dóttir sín færi í lýtaaðgerð svo henni vegnaði betur í lífinu

Bellucci segir að von sé á 15 fjölskyldumeðlimum í jólamatinn.

Hún segir að eflaust sé hægt að finna stað með ódýrari jólamat en það sé meiri klassi yfir matnum hennar. Jólamatur á hefbundnum veitingastöðum og hótelum sé hins vegar dýrari en hjá henni og þess vegna ætti hún ekki að greiða allan kostnað við jólamatinn úr eigin vasa.

Bellucci segir að kveikt verði á sjónvarpinu þannig að fjölskyldan geti horft á árlegt jólaávarp Karls konungs eða hvað annað sem hún vilji horfa á. Hún segir að fjölskyldusamkoman muni enda á látbragðsleik en klukkan 10 á jóladagskvöld verði húsinu lokað og þeim fjölskyldumeðlimum sem ekki eru búsettir þar verði þá vísað út.

Mirror greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Finnar opna fleiri skotsvæði til að bregðast við ógninni frá Rússlandi

Finnar opna fleiri skotsvæði til að bregðast við ógninni frá Rússlandi
Pressan
Í gær

Flóttinn til Svíþjóðar: Einstök saga um björgun danskra gyðinga

Flóttinn til Svíþjóðar: Einstök saga um björgun danskra gyðinga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neitaði að láta sætið eftir til konu í hjólastól – „Reglan er bara fyrstur kemur, fyrstur fær“

Neitaði að láta sætið eftir til konu í hjólastól – „Reglan er bara fyrstur kemur, fyrstur fær“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gjörningalistakona býr með heilmynd af sínum fyrrverandi – Brúðkaup á döfinni

Gjörningalistakona býr með heilmynd af sínum fyrrverandi – Brúðkaup á döfinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tapaði baráttunni við krabbamein og tilkynnti eigið andlát í angurværri færslu sem lætur engan ósnortinn

Tapaði baráttunni við krabbamein og tilkynnti eigið andlát í angurværri færslu sem lætur engan ósnortinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveir teknir af lífi á íþróttaleikvangi í Afganistan

Tveir teknir af lífi á íþróttaleikvangi í Afganistan