fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Pressan

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Pressan
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 07:00

Hsiao Bi Khim, varaforseti Taívan. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leyniþjónusta tékkneska hersins skýrði frá því í byrjun vikunnar að kínverskir stjórnarerindrekar og leyniþjónustumenn hafi elt Hsiao Bi Khim, varaforseta Taívan, þegar hún var í Tékklandi á síðasta ári og hafi haft í hyggju að ógna lífi hennar og heilsu.

Hsiao segir að hún muni ekki láta Kínverja ógna sér.

Hún heimsótti Tékkland snemma á síðasta ári. Ríkin eru ekki með stjórnmálasamband sín á milli en Tékkar eigi í mjög góðum samskiptum við Taívana. Það eru Kínverjar ósáttir við því þeir líta á lýðræðisríkið sem órjúfanlegan hluta af Kína.

Tékkneskir fjölmiðlar skýrðu frá því á síðasta ári að kínverskur stjórnarerindreki hefði ekið gegn rauðu ljósi þegar hann elti bíl Hsiao. Miðillinn irozhlas.cz skýrði frá því í síðustu viku að kínverskir embættismenn hefðu haft í hyggju að valda bílslysi.

„Ég fór í frábæra heimsókn til Prag og þakka tékkneskum yfirvöldum fyrir gestrisnina og fyrir að tryggja öryggi mitt. Ólögmætar aðgerðir kínverska kommúnistaflokksins ógna mér ekki og koma ekki í veg fyrir að ég tali fyrir hagsmunum Taívan á alþjóðavettvangi,“ sagði Hsiao í færslu á samfélagsmiðlum á sunnudaginn.

„Taívan verður ekki einangrað með hótunum,“ sagði Hsiao.

Talsmaður tékkneska hersins sagði að kínverskir stjórnarerindrekar hefðu sýnt af sér hegðun sem brýtur reglur um starfsemi diplómata í landinu. Þeir hafi fylgt Hsiao eftir, aflað sér upplýsinga um dagskrá hennar og hafi reynt að njósna um fundi hennar við mikilvæga fulltrúa Tékklands úr röðum stjórnmálamanna og úr einkageiranum.

Talsmaðurinn sagði að leyniþjónusta hersins hefði séð kínversku leyniþjónustuna reyna að búa til aðstæður sem beindust gegn manneskju, sem naut verndar yfirvalda, en þetta hafi þó aldrei komist lengra en á undirbúningsstig.

Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins þvertók fyrir að landar hans hefðu gert eitthvað rangt og sakaði Tékka um afskipti af kínverskum innanríkismálum með því að taka á móti Hsiao.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt