fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Móðir vildi að dóttir sín færi í lýtaaðgerð svo henni vegnaði betur í lífinu

Fókus
Laugardaginn 4. nóvember 2023 19:00

Carla Bellucci árið 2019. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mirror segir í dag frá breskri móður sem vildi að dóttir sín, sem var þá 14 ára gömul, færi í fegrunaraðgerð af því „ljótt fólk“ kæmist ekkert áfram í lífinu.

Konan heitir Carla Bellucci og árið 2019 var hún kölluð hataðasta kona Bretlands eftir hún þóttist vera með þunglyndi svo að opinbera heilbrigðiskerfið í Bretlandi (NHS) myndi greiða fyrir nefaðgerð sem hún fór í.

Hún kom í viðtal í sjónvarpsþættinum This Morning og sagðist þar ekki hafa gert neitt rangt þótt hún hafi logið þessu.

Hún fékk yfir sig hrinu svívirðinga og einn af þáverandi stjórnendum This Morning, Phillip Schofield, kallaði hana sníkjudýr.

Þetta sama ár, 2019, sagði hún að dóttir sín, sem þá var 14 ára, ætti líka að fara í lýtaaðgerð svo henni myndi vegna betur í lífinu.

Bellucci sagði þá að dóttir sín, Tanisha, væri ekki góður námsmaður og ætti í staðinn að leggja rækt við útlitið. Hún sagði við tímaritið Closer að þess vegna væri henni sama um menntun dóttur sinnar en öðru máli gengdi um menntun sona hennar.

Hún sagði dóttur sína þurfa að treysta á útlitið til að ná árangri í lífinu. Hún sagði þá að dóttir sín væri mjög hrifinn af útliti Kardashian systra og ætlaði sér, þegar hún yrði 16 ára, að fá sér fyllingarefni í varirnar svo hún yrði með þykkar varir eins og þær. Það sagðist Bellucci styðja eindregið.

Bellucci, sem er fyrirverandi fyrirsæta, hvatti líka dóttur sína til að fara í brjóstastækkun og láta fegra tennurnar. Hún sagðist einnig vera að safna fyrir aðgerð fyrir dótturina sem kallast „brasilísk rassalyfting“ (e. Brazilian bum lift) af því rassinn hennar væri allt of flatur. Aðgerðin mun vera áhættusöm en 1 af hverjum 3000 sem fara í hana láta lífið. Bellucci viðurkenndi fúslega að hún ætlaði sér að reyna að láta opinbera heilbrigðiskerfið greiða fyrir aðgerðina.

Hún eyddi þá talsverðu fé í hárlengingar, naglasnyrtingu og snyrtingu á augabrúnum fyrir dóttur sína í hverjum mánuði. Bellucci sagði þá að stúlkan myndi fá sér fyllingu í varirnar og Botox í andlitið þegar hún yrði 16 ára og fara í brjóstastækkun þegar hún yrði 18 ára.

Tanisha er í dag orðin 18 ára en á þessari stundu er ekki ljóst hvort af öllu þessu hafi orðið.

Í lok síðasta árs sagði Bellucci að Tanisha, sem var þá 17 ára, væri að hugleiða að fara að framleiða kynferðislegt myndefni fyrir vefsíðuna Onlyfans þegar hún yrði 18 ára og fylgja þannig í fótspor móður sinnar. Bellucci sagði þá að hún hefði sagt dóttur sinni að vera alveg viss því ef hún myndi gera það myndi það loða við hana eins og raunin hefði verið með hana.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Í gær

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu