fbpx
Föstudagur 02.desember 2022
Pressan

Grunaður barnamorðingi handtekinn eftir sex mánuði á flótta

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 22:00

Sophia Mason. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn var Dhante Jackson, 34 ára, handtekinn af lögreglunni í San Francisco eftir sex mánuði á flótta. Hann er grunaður um að hafa myrt Sophia Mason, átta ára.

New York Post segir að hann eigi ákæru fyrir morð og ofbeldi gagnvart barni yfir höfði sér.

Fyrrum unnusta hans og móðir Sophia, Samantha Johnson, var handtekin fyrr á árinu grunuð um morð. Hún hefur neitað sök.

Joe Perz, lögreglumaður, sagði að Sophia hafi verið beitt hrottalegu ofbeldi og hafi verið vannærð. Stundum hafi hún verið neydd til að dvelja í skúr úti á lóð. „Á tuttugu ára ferli mínum í lögreglunni, þá er þetta það hryllilegasta sem ég hef séð,“ sagði hann á fréttamannafundi.

Dhante Jackson. Mynd:Lögreglan

 

 

 

 

 

 

 

Fernt til viðbótar var handtekið um helgina fyrir að hafa aðstoðað Jackson á flóttanum.

Tilkynnt var um hvarf Sophia fyrr á árinu af ættingjum hennar sem höfðu ekki heyrt í henni síðan í desember. Í kjölfarið var móðir hennar handtekin. Framburður hennar hjá lögreglunni varð til þess að lögreglan gerði húsleit heima hjá Jackson. Þar fannst lík Sophia í baðkari. Þetta var í mars.

Johnson sagði lögreglunni að Jackson hafi látið Sophia vera úti í skúr og að Jackson hafi beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Barnaverndaryfirvöld höfðu áður haft afskipti af mæðgunum. Meðal annars hafði Sophia sagt að móðir hennar hefði tekið hana hálstaki og slegið hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðgátan í Idaho – „Lýsti inn í húsið“ – Hundur drepinn og fláður

Morðgátan í Idaho – „Lýsti inn í húsið“ – Hundur drepinn og fláður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru – Gæti borist í fólk

Fundu nýja kórónuveiru – Gæti borist í fólk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað er í gangi? – Í annað sinn á skömmum tíma sem hann sýnir „mest elskaða barnið sitt“

Hvað er í gangi? – Í annað sinn á skömmum tíma sem hann sýnir „mest elskaða barnið sitt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimurinn bíður – Hvað gerir Xi?

Heimurinn bíður – Hvað gerir Xi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grænlandsjökull bráðnar hratt

Grænlandsjökull bráðnar hratt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telja að Bruce Lee hafi hugsanlega látist af völdum of mikillar vatnsdrykkju

Telja að Bruce Lee hafi hugsanlega látist af völdum of mikillar vatnsdrykkju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú hefur þítt frosna matinn þinn upp á rangan hátt alla tíð

Þú hefur þítt frosna matinn þinn upp á rangan hátt alla tíð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn milljarður ungra einstaklinga gæti orðið fyrir heyrnartapi

Einn milljarður ungra einstaklinga gæti orðið fyrir heyrnartapi