fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Hafa fengið morðhótanir vegna Freya-málsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 06:59

Freya hafði gert sig heimakomna í Noregi síðustu vikur. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morðhótunum rignir nú yfir Frank Bakke-Jensen, forstjóra norsku fiskistofunnar, og eiginkonu hans, Hilde Sjurelv, vegna þess að rostungurinn Freya var aflífuð um helgina.

„Það er í fínu lagi að vera ósammála en að senda morðhótanir er of langt gengið. Fólk gengur of langt,“ hefur Norska ríkisútvarpið, NRK, eftir Hilde.

Morðhótunum og annarskonar hótunum hefur rignt yfir hana eftir að Freya var aflífuð. Hún sagði að hótanirnar snúist um hver hún er og hvernig hún lítur út en morðhótanirnar séu verstar. „Þetta snýst um mál sem ég hef ekkert með að gera nema hvað ég er gift Frank,“ sagði hún.

Hluti af hótununum sem Hilde hefur fengið. Skjáskot/NRK

Hún hafði lengi verið með opna Facebooksíðu en sá sig knúna til að loka henni vegna hótananna. „Ég varð bara að loka henni því fólk skrifaði athugasemdir um allt, í allar áttir,“ sagði hún.

Frank sagði að hann muni snúa sér til lögreglunnar vegna málsins: „Það er ekkert vandamál fyrir mig að taka við kvörtunum eða athugasemdum við störf mín en ég tel það fara út fyrir öll mörk að beina spjótunum að fjölskyldu minni. En því miður er það orðið hluti af hinu daglega lífi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?