fbpx
Mánudagur 05.júní 2023
Pressan

Sérfræðingur segir að ástandið eigi bara eftir að versna – Enn meiri ókyrrð í lofti

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. september 2022 15:02

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki góðir tímar fram undan hjá þeim sem þjást af flughræðslu því sérfræðingur segir að í framtíðinni muni það færast í vöxt að flugvélar lendi í ókyrrð í lofti, mikilli ókyrrð.

CNN skýrir frá þessu. Flestir hafa eflaust verið í flugvél sem hefur lent í ókyrrð í lofti og upplifað þá undarlegu tilfinningu sem maður fær í magann við það. En það eru ekki allir sem hafa lent í mikilli ókyrrð í lofti.  Ókyrrð þar sem flugvélin hristist mjög mikið og það er útilokað og raunar hættulegt að vera á ferð í vélinni.

Paul William, prófessor í loftslagsvísindum við Reading háskólann, segir að líkurnar á að lenda í upplifun af þessu tagi verði miklu meiri í framtíðinni. Ástæðan er loftslagsbreytingarnar.

Með því að nota hermilíkön hafa sérfræðingar komist að þeirri niðurstöðu að öflug ókyrrð í lofi muni tvö- eða þrefaldast á næstu áratugum.

Árlega lenda um 65.000 flugvélar í miðlungsókyrrð yfir Bandaríkjunum og 5.500 í mikilli ókyrrð. Þessi tala mun væntanlega hækka á næstu áratugum.

William sagði að það sé aðallega ókyrrð, sem á sér stað í „hreinu lofti“ sem muni aukast í framtíðinni. Þetta er ókyrrð sem ekki er hægt að sjá, til dæmis í skýjum eða óveðri. Ólíkt venjulegri ókyrrð þá lenda flugvélar fyrirvaralaust í ókyrrð af þessu tagi og það er erfitt að forðast hana.

Flughræddir geta þó haldið ró sinni aðeins lengur því samkvæmt greiningu vísindamanna þá verður það ekki fyrr en um miðja öldina sem öflugri ókyrrð mun fjölga mikið.

Ókyrrð í lofti leiðir mjög sjaldan til mannskæðra slysa og hraps en samt sem áður er þetta stærsta orsök líkamstjóns á farþegum og áhafnarmeðlimum.

En þrátt fyrir að tilfellum mikillar ókyrrðar muni fjölga mikið í framtíðinni þá þýðir það ekki að fleiri flugvélar muni hrapa. Allar flugvélar eru hannaðar til að geta staðist verstu hugsanlegu ókyrrð í lofti. En flugfarþegar framtíðarinnar verða kannski að venja sig við að sitja meira með beltin spennt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eftir aðeins 20 ár gætu stjörnurnar á himninum verið horfnar sjónum okkar

Eftir aðeins 20 ár gætu stjörnurnar á himninum verið horfnar sjónum okkar
Pressan
Í gær

Hjó föður sinn sextán sinnum í höfuðið og breytti honum í uppvakning – Peter var lifandi dauður

Hjó föður sinn sextán sinnum í höfuðið og breytti honum í uppvakning – Peter var lifandi dauður
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI skýrir frá leyniáætlun sem beindist gegn Elísabetu II

FBI skýrir frá leyniáætlun sem beindist gegn Elísabetu II
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrt af leigusala sínum eftir mygludeilu

Myrt af leigusala sínum eftir mygludeilu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Niðurstaðan liggur fyrir – Þess vegna minnkar vatnsmagnið í stærstu vötnum heims

Niðurstaðan liggur fyrir – Þess vegna minnkar vatnsmagnið í stærstu vötnum heims
Pressan
Fyrir 4 dögum

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint