fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Ekki allir syrgja drottninguna – Fagnaðarlæti á götum úti og skálað í kampavíni

Pressan
Föstudaginn 9. september 2022 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet II Bretlandsdrottning lést í gær, 96 ára að aldri, eftir að hafa um nokkurn tíma glímt við heilsubrest. Samúðarkveðjum rignir inn til Bretlands þar sem nú ríkir þjóðarsorg og er nú 70 ára valdatíð drottningarinnar lokið og sonur hennar, Karl, orðinn Karl III Bretlandskonungur. Þó eru ekki allir sem syrgja fráfall drottningarinnar.

Írskar boltabullur kyrjuðu

Myndband af írskum boltabullum gengur nú um netheima þar sem sjá og heyra má Írana syngja og fagna andláti drottningarinnar. Sagan segir að þetta hafi átt sér stað á vellinum Tallagh í Dublin. Þar sungu þeir við lag KC and the Sunshine Band, Give it up, nema breyttu textanum í : Lizzy’s in a box, eða Beta er í boxi.

Annað myndband sem gengur frá írsku borginni Derry er sagt sýna fólk fagna andláti drottningarinnar á götum úti.

Mikið af myndböndum virðast vera í umferð af Írum að fagna andlátinu.  Vísa þar margir til þess að Írar hafi mátt þjást undir stjórn bresku krúnunnar og því verði seint gleymt og aldrei fyrirgefið. Vísað er til írsku hungurneyðarinnar á 19 öld. En þá hafi ekki verið um uppskerubrest að ræða í kartöflurækt heldur hafi Bretarnir látið senda kartöflurnar til Englands og þar með svelt Írana.

Eins nota margir myllumerkið núna á Twitter #blacktwitter til að benda á að nýlendustefna Breta hafi valdið ómældum sársauka sem verði ekki gleymt.

Eðlu-Beta er dauð

Jacki Pickett er mótfallin konungsveldi en hún birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í kjölfar andláts Elísabetar þar sem Jacki heldur á skilti þar sem stendur „Lizard Liz is Dead“ eða „Eðlu-Beta er dauð“. Á myndbandinu opnar Jacki kampavínsflösku og dansar með skiltið.

Fljótlega safnaðist saman reiður múgur fyrir utan veitingastað Jacki. Múgurinn kallaði ókvæðisorðum að Jacki og grýttu veitingastaðinn með eggjum. Kalla þurfti til lögreglu til að leysa upp hópinn og lögregla gerði Jacki að loka veitingastaðnum vegna áhyggna af öryggi hennar. Svo virðist sem að Jacki hafi nú eytt myndbandinu af samfélagsmiðlum en það hefur ekki dugað til að lægja öldurnar og stundar fólk það nú að finna veitingastað hennar á síðum þar sem hægt er að veita umsagnir og gefa henni þar slæma útreið.

Argentískur fjölmiðlamaður vekur reiði

Argentískur fjölmiðlamaður vakti töluverða reiði í gær fyrir að hafa opnað kampavínsflösku til að skála andláti drottningarinnar og kalla þetta „góð tíðindi“.

Andlát drottningarinnar hefur í reynd vakið upp spurningar um hvort að þjóðir sem enn eru undir bresku krúnunni munu nú nýta tækifærið og krefjast sjálfstæðis. Búist er að við að leiðtogar Skotlands muni nú leggja að Skotum að íhuga sjálfstæði landsins. Íhaldsmenn í Ástralíu telja að nú sé komið að mikilvægum tímamótum þar. Forsætisráðherra landsins. Anthony Albanese er hlynntur því að Ástralía segi skilið við krúnuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi