fbpx
Laugardagur 09.nóvember 2024
Pressan

90 metra há flóðbylgja reið yfir Kyrrahafið í janúar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. september 2022 09:00

Frá gosinu við Tonga þann 15. janúar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar gos hófst í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai við Tonga í Kyrrahafi þann 15. janúar síðastliðinn varð svo mikil sprenging að hvellurinn var sá mesti sem mælst hefur á jörðinni í rúmlega 100 ár. Mikið öskuský reis upp frá eldfjallinu og sást það utan úr geimnum. Að auki myndaðist mikil flóðbylgja, níu sinnum hærri en stærstu flóðbylgjurnar sem höfðu sést fram að þessu.

Sem betur fer er Tonga mjög afskekkt og því fátt annað í nágrenninu. Íbúar á Tonga sluppu nokkuð vel frá þessum miklu hamförum.

En vegna þess hversu afskekkt Tonga er voru engin mælitæki eða fólk nærri gossvæðinu og því sá enginn hversu stór flóðbylgjan var. Það var ekki fyrr en nýlega sem niðurstöður rannsóknar, um stærð hennar, lágu fyrir. Þær sýna að flóðbylgjan náði 90 metra hæð. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Ocean Engineering. Það voru vísindamenn frá Japan, Nýja-Sjálandi, Króatíu og Bretlandi sem gerðu hana.

Áður höfðu hæstu flóðbylgjurnar, sem mælst höfðu, náð um tíu metra hæð en þær mynduðust eftir jarðskjálftann mikla undan Japan 2011 og við Chile 1960.

Mohammad Heidarzadeh, aðalhöfundur rannsóknarinnar og sérfræðingur í verkfræði við Bath háskólann í Bretlandi, segir að um gríðarlega stóran og einstakan atburð hafi verið að ræða. hann sýni að það verði að fjárfesta meira í kerfum sem vara við flóðbylgjum.

Vísindamennirnir segja að sprengingin í eldfjallinu hafi myndað tvær flóðbylgjur. Sú fyrri hafi komið í kjölfar sprengingarinnar og þrýstibylgjunnar sem fór um gufuhvolfið. Síðar flóðbylgjan myndaðist um klukkustund síðar þegar gígurinn var orðinn fullur af sjó og eldfjallið ýtti honum frá.

Útreikningar sýna að síðari bylgjan var 90 metrar á hæð og um 12 km á breidd þegar hún náði hámarki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Voyager 1 þarf að notast við sendi sem var síðast notaður 1981

Voyager 1 þarf að notast við sendi sem var síðast notaður 1981
Pressan
Í gær

Skiluðu tugum stolinna lúxusbíla til Bretlands

Skiluðu tugum stolinna lúxusbíla til Bretlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi þrátt fyrir ákall dómara og kviðdómenda um að það yrði ekki gert

Tekinn af lífi þrátt fyrir ákall dómara og kviðdómenda um að það yrði ekki gert
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég heyrði hann öskra“ – Hákarl beit fótlegg af brimbrettamanni – Tókst að synda í land

„Ég heyrði hann öskra“ – Hákarl beit fótlegg af brimbrettamanni – Tókst að synda í land