Neyðarkall barst frá Tonga – Fyrstu myndirnar af hamfarasvæðinu
PressanNeyðarkall var numið frá einni af eyjum Tonga í gær. Um er að ræða eyju sem er mjög lágt yfir sjávarmáli. Enn er lítið vitað um stöðu mála á Tonga þar sem lítið fjarskiptasamband er við eyríkið en neðansjávarkaplar skemmdust í hinu mikla sprengigosi á laugardaginn. Í kjölfar gossins reið flóðbylgja yfir eyjurnar. Staðfest hefur Lesa meira
Flugvélar sendar til að kanna tjónið á Tonga – Aska þekur eyjurnar
PressanÞykkt öskulag liggur nú yfir Tonga eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í neðansjávareldfjalli nærri eyjunum á laugardaginn. Lítið fjarskiptasamband er við eyjurnar en síma- og internetkaplar skemmdust í hamförunum. Það má því segja að allir 105.000 íbúar eyjanna séu næstum sambandslausir við umheiminn. Ástralar og Nýsjálendingar hafa sent flugvélar til Tonga til að kanna skemmdirnar Lesa meira
Getur gosið án fyrirvara á Reykjanesi
FréttirSíðustu daga hefur verið lítið um jarðskjálfta á Reykjanesi miðað við vikurnar á undan. En þetta getur alveg eins verið svikalogn segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofunnar. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Við eigum alveg eins von á eldgosi án fyrirvara, úr því sem komið er,“ er haft eftir henni. Hún sagði að jarðvísindamenn fylgist náið Lesa meira
Segir að eldgos á Suðurskautinu geti valdið mikilli hækkun sjávarborðs
PressanÁ Suðurskautinu er fjöldi eldfjalla en þau eru falin undir ís. Í heildina eru rúmlega 100 eldfjöll í heimsálfunni. Árið 2017 uppgötvuðu vísindamenn stærsta eldfjallasvæði heims á Suðurskautinu en það er á tveggja kílómetra dýpi undir íshellunni á vesturhlið heimsálfunnar. Eitt hæsta eldfjallið er á hæð við fjallið Eiger í Sviss en það er 3.967 metrar á Lesa meira
Páll segir Heklu tilbúna í gos og mjög varasama
FréttirPáll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emerítus, segir að allt frá því að Hekla gaus síðast, en það var árið 2000, hafi þenslan í henni farið vaxandi. 2006 hafi hún verið orðin jafn mikil og fyrir það gos. Frá þeim tíma hafi hún verið tilbúin til að gjósa. Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Páli að Lesa meira
„Að líkja eldgosinu við sjúkling sem er enn með lífsmarki en er í öndunarvél, er samlíking sem gæti átt við,“ segir Þorvaldur
FréttirÞorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands, telur að eldgosið á Reykjanesskaga sé nú á lokametrunum. Enn mælist lítils háttar gasútstreymi úr gígnum og hrauninu að hans sögn og sýni það að enn sé líf í gosinu en þó lítið. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Gosið hófst 19. mars en rólegt hefur verið yfir því síðustu vikur. Lesa meira
Ekki útilokað að gjósi við Öskju
FréttirHjá Veðurstofunni er fylgst vel með þróun mála í Öskju. Landrisið heldur áfram og ekki er hægt að útiloka að til goss komi. Frá því í byrjun ágúst hefur land risið um fimmtán sentimetra og kvika er byrjuð að safnast fyrir grunnt í jarðskorpunni. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Frá því í byrjun ágúst Lesa meira
Mikill kraftur í gosinu á La Palma – Björg á stærð við þriggja hæða hús renna niður hlíðarnar
PressanMikill kraftur er í eldgosinu á La Palma og renna björg á stærð við þriggja hæða hús niður hlíðar eldfjallsins. 21 jarðskjálfti mældist á svæðinu í gær, sá sterkasti 3,8 stig og fannst hann vel í þorpunum Mazo, Fuencaliente og El Paso. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að 1.240 gráðu heitt hraun renni nú í miklu magni niður hlíðar eldfjallsins og hafi Lesa meira
Fiskurinn hvarf frá La Palma mörgum vikum áður en eldgosið hófst
PressanSjómenn á La Palma segja að fiskurinn í sjónum við eyjuna hafi horfið nokkrum mánuðum áður en yfirstandandi eldgos hófst á eyjunni. Þeir telja að fiskurinn hafi fundið að eldfjallið væri að undirbúa gos. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og hefur eftir Frode Vikebø, hjá norsku hafrannsóknastofnuninni, að ekki sé ólíklegt að fiskurinn hafi fundið að eitthvað væri í uppsiglingu. Nicolás San Luis, Lesa meira
Vara við hættu á risaflóðbylgju vegna eldgossins á La Palma – „Líkurnar á risaflóðbylgju hafa aukist“
PressanEldgosið í Cumbre Vieja á La Palma á Kanaríeyjum vekur ákveðnar áhyggjur hjá sumum sérfræðingum. Þeir óttast að hluti af eldfjallinu hlaupi fram og út í sjó og komi af stað risaflóðbylgju sem gæti skollið á hlutum Bandaríkjanna og Evrópu og valdið miklu tjóni. Cumbre Vieja fór að gjósa á sunnudaginn eftir 50 ára hlé. Flytja hefur þurft mörg þúsund manns á brott Lesa meira