fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Frakkar drápu leiðtoga Íslamska ríkisins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 06:42

Adnan Abu Walid al-Sahrawi. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frönskum hersveitum tókst nýlega að drepa Adnan Abu Walid al-Sahrawi leiðtoga hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið í Sahel. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, tilkynnti þetta á Twitter í nótt.

„Þetta er enn einn glæsilegur áfanginn í baráttu okkar við hryðjuverkahópa í Sahel. Hugur okkar er í kvöld hjá öllum þeim hetjum sem létu lífið fyrir Frakkland í Sahel, fjölskyldum þeirra og hinum særðu. Fórnir þeirra voru ekki til einskis,“ skrifaði Macron.

Sahrawi var leiðtogi Íslamska ríkisins í Sahel, sem er í vesturhluta Afríku. Samtök hans stóðu fyrir mannskæðum árásum á bandaríska hermenn fyrir fjórum árum. Í ágúst á síðasta ári fyrirskipaði Sahrawi morð á sex frönskum hjálparstarfsmönnum og bílstjóra þeirra í Níger.

Frakkar tilkynntu nýlega að þeir ætli að draga úr hernaðarumsvifum sínum í Sahel og ætla þeir að fækka hermönnum sínum þar um rúmlega 2.000 en þar hafa um 5.100 franskir hermenn barist gegn hryðjuverkasamtökum. Þar eru samtök sem tengjast Íslamska ríkinu og önnur sem tengjast al-Kaída.

Bandarísk yfirvöld höfðu heitið 5 milljónum dollara í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiddu til handtöku eða dráps á Sahrawi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli