fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024

Frakkland

Brast í grát þegar hann hlustaði á vitnisburð fyrrum eiginkonu sinnar

Brast í grát þegar hann hlustaði á vitnisburð fyrrum eiginkonu sinnar

Pressan
05.09.2024

Dominique Pelicot, maðurinn sem sakaður er um hrottalega glæpi gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, brast í grát þegar hann hlustaði á vitnisburð hennar í dómsal í morgun. Réttarhöldin fara fram í Avignon þar sem Dominique er ákærður fyrir að hafa byrlað eiginkonu sinni ólyfjan ítrekað og fengið ókunnuga til að nauðga henni. Tók Dominique myndir og myndbönd af misnotkuninni og vistaði efnið samviskusamlega Lesa meira

Skemmdarverkin í Frakklandi: Fertugur rússneskur kokkur grunaður um græsku

Skemmdarverkin í Frakklandi: Fertugur rússneskur kokkur grunaður um græsku

Fréttir
26.07.2024

Óttast er að Rússar hafi verið á bak við skemmdarverkin sem unnin voru á franska járnbrautarlestarkerfinu í nótt. Eldar voru kveiktir á minnst þremur stjórnstöðvum vestur, norður og austur af París – aðeins nokkrum klukkustundum áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram. Langar biðraðir hafa myndast á lestarstöðvum í París og nágrenni og hefur fólk verið Lesa meira

Óttast að allt sjóði upp úr í Frakklandi

Óttast að allt sjóði upp úr í Frakklandi

Fréttir
04.07.2024

Spennan magnast vegna seinni umferðar þingkosninganna í Frakklandi sem fram fer á sunnudag. Talsvert hefur borið á ofbeldisverkum og hótunum gagnvart frambjóðendum og aðstoðarfólki þeirra og nú óttast margir að hver sem úrslitin verða muni ofbeldið verða enn meira og breiðast út. Í frétt CNN af málinu kemur fram að frambjóðandi flokks Emmanuel Macron forseta Lesa meira

Ólympíuleikarnir í uppnámi vegna óvæntra þingkosninga – Óttast uppþot og ofbeldi

Ólympíuleikarnir í uppnámi vegna óvæntra þingkosninga – Óttast uppþot og ofbeldi

Fréttir
11.06.2024

Óvæntar kosningar í Frakklandi eru taldar geta haft mjög slæm áhrif á Ólympíuleikana, sem haldnir eru í París í sumar. Borgarstjóri Parísar er ósáttur við ákvörðun Frakklandsforseta um að boða til kosninga svo skömmu fyrir Ólympíuleikana. Fréttasíðan News.com.au greinir frá þessu. Eftir sögulegan sigur Frönsku þjóðfylkingarinnar í nýafstöðum Evrópuþingskosningum og afhroð Endurreisnarinnar, flokks Emmanuel Macron forseta, boðaði hann til þingkosninga með aðeins Lesa meira

Allir vöruðu gamla milljarðamæringinn við ungu konunni – Hinsta ósk hans kom henni í opna skjöldu

Allir vöruðu gamla milljarðamæringinn við ungu konunni – Hinsta ósk hans kom henni í opna skjöldu

Pressan
10.02.2024

Árum saman bjó hinn 67 ára franski bóhem Marcel Amphoux einn í afskekktum fjallakofa, án rennandi vatns eða rafmagns. Hann hélt sig mjög til hlés og lifði sparlega. Með þessum einfalda lífsstíl sínum hafði honum tekist að safna miklum auð í gegnum árin. Hann átti mikið land í Ölpunum, stærsti hluti þess var stór akur Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Uppreisn og samtal

Þorsteinn Pálsson skrifar: Uppreisn og samtal

EyjanFastir pennar
08.02.2024

Mótmæli bænda í Frakklandi og víðar í Evrópu hafa verið svo hörð og umfangsmikil að nær væri að kalla þau uppreisn. Þetta segir okkur þá sögu að öflugustu landbúnaðarþjóðirnar í hjarta Evrópu eiga líka við vanda að etja eins og norðurslóðabúskapur okkar. Forysta Bændasamtaka Íslands hefur þó beitt hófsamari meðölum þótt vandi íslenskra bænda sé Lesa meira

Níu ára drengur bjó einn í óupphitaðri íbúð í tvö ár

Níu ára drengur bjó einn í óupphitaðri íbúð í tvö ár

Pressan
24.01.2024

Níu ára drengur bjó einn í félagslegri íbúð um tveggja ára skeið sem bæjaryfirvöld í Angoulême höfðu útvegað móður hans í suðvesturhluta Frakklands. Móðirin hefur nú verið dæmd í sex mánaða fangelsi vegna málsins. Í frétt Mail Online kemur fram að móðir drengsins, sem er 39 ára, hafi flutt út til að búa hjá kærasta sínum í nokkurra kílómetra fjarlægð Lesa meira

Dæmdur fyrir manndráp með flugvél

Dæmdur fyrir manndráp með flugvél

Pressan
24.11.2023

Franskur karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur fyrir manndráp af gáleysi. Hlaut hann eins árs skilborðsbundið fangelsi. Maðurinn flaug flugvél sem fallhlífarstökkvari stökk út úr með þeim afleiðingum að vængur flugvélarinnar fór utan í stökkvarann og varð það honum að bana. Atvikið átti sér stað árið 2018 yfir bænum Bouloc sem er skammt frá borginni Lesa meira

Hafa lögsótt listaverkasala sem stórgræddi á grímu sem hann keypti af þeim

Hafa lögsótt listaverkasala sem stórgræddi á grímu sem hann keypti af þeim

Pressan
11.10.2023

Öldruð frönsk hjón hafa lögsótt listaverkasala sem keypti afríska andlitsgrímu af þeim á andvirði 129 sterlingspunda (rúmlega 22.000 íslenskar krónur) en seldi hana síðar á andvirði 3,6 milljóna sterlingspunda (tæplega 613 milljónir íslenskra króna). Hjónin, sem eru 81 og 88 ára gömul, voru árið 2021 að flytja úr húsi sínu í Nimes í Frakklandi og Lesa meira

Frakkland í fókus RIFF

Frakkland í fókus RIFF

Fókus
30.08.2023

Í tilkynningu frá RIFF, alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, segir að hátíðin nálgist nú óðfluga en hátíðin verður sett í Háskólabíói þann 28. september og stendur til 08. október. Á hverju ári velur hátíðin eitt land sem gefin er sérstakur gaumur og er það Frakkland sem orðið hefur fyrir valinu þetta árið. Á hátíðinni verður sýndur Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af