fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Helgarferðin er orðin að 18 mánaða bið – Kemst ekki heim

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 06:59

Zoe Stephens. Mynd:Zoe Stephens/@tongadiaries

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars á síðasta ári skellti Zoe Stephens, sem er 27 ára bresk kona búsett í Kína, sér í helgarferð, eða það sem hún hélt að yrði helgarferð, til Kyrrahafseyjunnar Tonga. Hún ætlaði síðan áfram til Fiji. En það gekk ekki eftir og hefur hún setið föst á Tonga í um 18 mánuði. Ástæðan er heimsfaraldur kórónuveirunnar.

CNN skýrir frá þessu. Tonga er þekkt fyrir aðlaðandi strendur og sól en þrátt fyrir að það kunni að heilla marga ferðamenn þá er 18 mánaða dvöl kannski fullmikið af því góða, sérstaklega ef dvölin er gegn vilja ferðamannsins eins og er í tilfelli Zoe. „Það eru ekki margir sem þekkja sjálfir hvernig það er að vera fastur á eyju án vina eða fjölskyldu, í landi sem þú ætlaðir ekki að vera í,“ sagði hún í samtali við CNN.

„Eða að komast ekki til landsins sem maður býr í, að geta ekki komist heim. Að vera hræddur við að snúa aftur til ættjarðarinnar því þar er undarleg veira. Þetta er ansi mikil einangrun,“ sagði hún einnig.

Það að hún býr í Kína hefur gert henni erfitt fyrir með að komast heim því Kínverjar halda uppi ströngum sóttvarnaaðgerðum hvað varðar komur útlendinga til landsins og skiptir þá engu þótt Zoe búi í Kína. Þess utan var gripið til harðra sóttvarnaaðgerða á Tonga þegar heimsfaraldurinn blossaði upp og lagðist nær allt flug þangað af um tíma.

Zoe hefur nú beðið þar í 18 mánuði og vonað að hún fari að komast heim til Kína og af þeim sökum hefur hún ekki þorað að yfirgefa Tonga og fara eitthvað annað. Hún játaði þó í samtali við CNN að hún sé nú búin að gefa þá von upp á bátinn um að komast til Kína vegna sóttvarnaaðgerða þar í landi. „Ég veit að Kína verður lokað um langa hríð,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug