fbpx
Sunnudagur 19.september 2021
Pressan

Aiden var drepinn fyrir framan móður sína – Nú eru ný tíðindi í málinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 22:30

Aiden Leos. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. maí síðastliðinn var Aiden Leo, sex ára, á leið í skólann. Móðir hans ók honum í skólann en á leiðinni var skotið á bíl þeirra og hæfði eitt skotið afturhluta bifreiðarinnar og lenti í Aiden sem lést. Móðir hans, Joanna Cloonan, heðyr síðustu orð sonar síns eftir dramatíska atburðarás.

Hún hafði neyðst til að víkja skyndilega þar sem bíll kom akandi á mikilli ferð og vildi ökumaður hans komast fram úr. Farþegar í þeim bíl skutu síðan á bíl Joanna. Þetta gerðist á hraðbraut nærri Yorba Linda í Kaliforníu.

Í gær skýrði lögreglan frá því að hún hefði handtekið Marcus Anthony Eriz, 24 ára, og Wynne Lee, 23 ára, vegna málsins. Þau voru handtekin á heimili þeirra í Costa Mesa.

Lögreglan í Orange County segir að parið eigi morðákæru yfir höfði sér en það sé í höndum saksóknara að taka ákvörðun um það.

Lát Aiden hefur haft mikil áhrif á íbúa í Yorba Linda og hafa margir minnst hans. Fjársöfnun hefur verið hrundið af stað á GoFundMe til styrktar foreldrum hans.

Eriz og Lee voru úrskurðuð í gæsluvarðhald og var tryggingarupphæð þeirra ákveðin ein milljón dollara.

Vitni segjast hafa séð Joanna sýna hinum handteknu löngutöng eftir framúraksturinn og er það kenning lögreglunnar að í kjölfarið hafi parið skotið á bíl Joanna.

Síðustu orð Aiden sitja að vonum fast í huga Joanna: „Þegar ég byrjaði að beygja heyrði ég mjög hátt hljóð. Og sonur minn sagði: „Á!““ Hún stövaði strax og reyndi að stöðva blæðinguna og hringdi í 911 en ekki tókst að bjarga lífi Aiden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sáu „óvenjulegan lit“ við árbakkann – Brá mjög í brún þegar þeir sáu hvað þetta var

Sáu „óvenjulegan lit“ við árbakkann – Brá mjög í brún þegar þeir sáu hvað þetta var
Pressan
Í gær

Tveir menn ákærðir fyrir morðið á norðurírsku fréttakonunni Lyra McKee

Tveir menn ákærðir fyrir morðið á norðurírsku fréttakonunni Lyra McKee
Pressan
Fyrir 2 dögum

Söguleg tíðindi – Fyrsta geimferðin með eingöngu „ferðamenn“ innanborðs

Söguleg tíðindi – Fyrsta geimferðin með eingöngu „ferðamenn“ innanborðs
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungmenni setja nikótínpúða undir forhúðina, í endaþarminn eða í leggöngin – Fagfólk hefur áhyggjur

Ungmenni setja nikótínpúða undir forhúðina, í endaþarminn eða í leggöngin – Fagfólk hefur áhyggjur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um hana? Hvarf sporlaust á ferðalagi með unnustanum og hann vill ekki segja mikið

Hvað varð um hana? Hvarf sporlaust á ferðalagi með unnustanum og hann vill ekki segja mikið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andrew prins undirbýr sig undir það versta – Búinn að ráða stjörnulögfræðing

Andrew prins undirbýr sig undir það versta – Búinn að ráða stjörnulögfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjartveikur maður lést eftir að hafa verið vísað frá 43 gjörgæsludeildum sem voru yfirfullar af COVID-19 sjúklingum

Hjartveikur maður lést eftir að hafa verið vísað frá 43 gjörgæsludeildum sem voru yfirfullar af COVID-19 sjúklingum