fbpx
Fimmtudagur 29.júlí 2021
Pressan

44 ríki biðja Kínverja um að veita aðgang að Xinjiang-héraði – Vilja rannsaka meint mannréttindabrot

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 07:50

Kínversk lögregla handtekur mótmælendur sem höfðu í frammi stuðning við málstað Úígúra. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

44 ríki sendu í gær frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau hvetja kínversk stjórnvöld til að heimila óháðum eftirlitsmönnum að ferðast til Xinjiang-héraðs til að rannsaka ásakanir um umfangsmikil mannréttindabrot sem beinast gegn Úígúrum sem eru múslímskur minnihlutahópur.

„Trúverðugar upplýsingar benda til að rúmlega einni milljón manna sé tilviljanakennt haldið fanginni í Xinjiang. Einnig hafa borist tilkynningar um umfangsmikið eftirlit með Úígúrum og öðrum minnihlutahópum auk takmarkana á grundvallar frelsi og menningu Úígúra,“ segir í yfirlýsingunni sem var lesin upp í gær á fundi Mannréttindaráðs SÞ. Það var Leslie Norton, sendiherra Kanada, sem las yfirlýsinguna upp en meðal annarra ríkja sem skrifa undir hana eru Svíþjóð, Danmörk, Bandaríkin, Ástralía, Bretland og Frakkland.

Ríkin 44 vilja að  Michelle Bachelet, mannréttindastjóri SÞ, fari fyrir leiðangrinum. Hún hefur reynt að fá aðgang að héraðinu síðan 2018.

Í yfirlýsingu ríkjanna er einnig vísað til pyntinga, ófrjósemisaðgerða, kynferðisofbeldis og aðskilnaðar barna frá foreldrum sínum í Xinjiang.

Jiang Yingfeng, æðsti diplómat Kína hjá SÞ, vísaði ásökununum á bug í gær. Hann sagði að yfirlýsingin væri afskipti af innri málefnum Kína og væru þessi afskipti drifin áfram af „pólitískum ástæðum“. Hann sagði þó að Kínverjar muni bjóða mannréttindastjóra SÞ velkomna til Xinjiang. „En í stað rannsóknar sem byggist á svokölluðum hugmyndum um sekt þá á þessi heimsókn að snúast um að skiptast á upplýsingum og samstarfi aðila,“ sagði hann í gær. Hann kom ekki nánar inn á hvenær slík heimsókn getur átt sér stað.

Ríkin 44 lýstu einnig yfir áhyggjum af framferði Kínverja í Hong Kong og stöðu mannréttindamála í Tíbet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttunda hvert 12-15 ára danskt barn hefur fengið bóluefni gegn COVID-19

Áttunda hvert 12-15 ára danskt barn hefur fengið bóluefni gegn COVID-19
Pressan
Í gær

Óttast nýja bylgju kórónuveirunnar – „Þetta er faraldur hinna óbólusettu“

Óttast nýja bylgju kórónuveirunnar – „Þetta er faraldur hinna óbólusettu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Prófessor segir að hugsanlega þurfi að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefni í haust

Prófessor segir að hugsanlega þurfi að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefni í haust
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fauci segir að þróun heimsfaraldursins sé nú í öfuga átt í Bandaríkjunum

Fauci segir að þróun heimsfaraldursins sé nú í öfuga átt í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaknaði á sjúkrahúsi 14 dögum eftir bólusetninguna – „Hvað í fjandanum?“

Vaknaði á sjúkrahúsi 14 dögum eftir bólusetninguna – „Hvað í fjandanum?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neysla á rauðu kjöti og unnum kjötvörum eykur líkurnar á kransæðasjúkdómi

Neysla á rauðu kjöti og unnum kjötvörum eykur líkurnar á kransæðasjúkdómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Útvarpsmaðurinn sem barðist gegn bóluefnum er á gjörgæslu með Covid – „Ég hafði rangt fyrir mér“

Útvarpsmaðurinn sem barðist gegn bóluefnum er á gjörgæslu með Covid – „Ég hafði rangt fyrir mér“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sífellt fleiri Repúblikanar hvetja fólk til að láta bólusetja sig

Sífellt fleiri Repúblikanar hvetja fólk til að láta bólusetja sig