fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Pressan

Myrti vinkonu sína með augndropum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. júní 2021 05:59

Jessy Kurczewski. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. október 2018 hringdi Jessy Kurczewski, 37 ára, í neyðarlínuna í Milwaukee og tilkynnti að vinkona hennar andaði ekki. Þegar lögreglan kom á vettvang sat vinkonan í hægindastól og var hún látin.

ABC News skýrir frá þessu. Á bringu hennar var „gríðarlegt magn“ muldra pilla og við hlið hennar lágu mörg lyfseðilsskyld lyf.

Milwaukee Sentinel Journal segir að litið hafi út fyrir að konan hefði tekið of stóran skammt af lyfjum. En lögreglunni fannst vettvangurinn bera merki sviðsetningar. Kurczewski sagði þeim að hún teldi að vinkona hennar hefði verið í sjálfsvígshugleiðingum en ætti erfitt með að trúa að hún hefði skilið kettina sína eftir.

Í yfirheyrslum yfir henni kom fram að hún hafði heimsótt vinkonu sína tvisvar til þrisvar á dag til að líta eftir henni. Það var í einni slíkri heimsókn sem hún kom að henni lífvana í stólnum. Ekki hefur verið skýrt frá nafni hinnar látnu en hún átti enga nána ættingja. Kurczewski sagði lögreglunni að hún væri eina manneskjan sem konan hafði samband við.

Ættingi hinnar látnu setti sig síðan í samband við réttarmeinafræðinga í Waukesha County til að grennslast fyrir um hvort konan hefði verið beitt ofbeldi eða á annan hátt orðið að bana. Hann sagðist telja undarlegt að konan hafði arfleitt Kurczewski að öllum eigum sínum en hún glímdi við spilafíkn og var í fjárhagsvandræðum.

Rannsókn á blóði konunnar leiddi í ljós að hún hafði fengið banvænan skammt af tetryzolin en það er aðalefnið í augndropum. Efnið er hættulaust við útvortis notkun en ef það er innbyrt, til dæmis í munn, getur það verið lífshættulegt og valdið gríðarlegum magakrömpum, niðurgangi, blóðþrýstingsfalli og miklum höfuðverk. Ómögulegt er að finna ummerki um efnið í blóði fólks sem notar augndropa á venjulegan hátt. Niðurstaða réttarmeinafræðinganna var að konan hefði verið myrt.

Kurczewski hringdi margoft í þá til að spyrja út í niðurstöður krufningarinnar en hún sagðist vilja fylgjast vel með gangi rannsóknarinnar.

Þann 9. júlí 2019 var Kurczewski handtekin og húsleit gerð heima hjá henni. Þegar lögreglan sagði henni að konan hefði látist af völdum of stórs skammts af tetryzolin hélt hún því fram að hún hefði notað mikið af augndropum og hefði oft keypt þá í miklu magni.

Hún þvertók fyrir að hafa látið vinkonu sína drekka augndropa en að lokum gafst hún upp og játaði að hafa látið hana fá vatnsflösku sem innihélt innihaldið úr sex flöskum af Visine augndropum. Hún hélt því fram að konan hefði beðið hana um þetta og að hún hefði blandað vodka saman við augndropana.

Rannsóknin leiddi í ljós að Kurczewski hafði stolið 290.000 dollurum frá konunni.

Mál hennar er nú fyrir dómi og á hún lífstíðarfangelsi yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geitaher á að koma í veg fyrir skógarelda í Kaliforníu

Geitaher á að koma í veg fyrir skógarelda í Kaliforníu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótar herja af miklum krafti á bandarísk fyrirtæki

Tölvuþrjótar herja af miklum krafti á bandarísk fyrirtæki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slæmar fréttir af bóluefni CureVac

Slæmar fréttir af bóluefni CureVac
Pressan
Fyrir 3 dögum

19. júní er nýr frídagur í Bandaríkjunum

19. júní er nýr frídagur í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deltaafbrigði kórónuveirunnar hefur borist til 74 landa – Mun meira smitandi en önnur afbrigði

Deltaafbrigði kórónuveirunnar hefur borist til 74 landa – Mun meira smitandi en önnur afbrigði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Biðja til „kórónugyðjunnar“ – „Kannski frelsar hún okkur“

Biðja til „kórónugyðjunnar“ – „Kannski frelsar hún okkur“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan kíkti í kjallarann hans – Á 21 árs fangelsi yfir höfði sér

Lögreglan kíkti í kjallarann hans – Á 21 árs fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir svitna – Miklum hita spáð í vikunni

Danir svitna – Miklum hita spáð í vikunni