fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Pressan

Mikill harmleikur – 11 ára stúlka fann foreldra sína látna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. mars 2021 19:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

11 ára stúlka, sem bjó með foreldrum sínum í Missouri í Bandaríkjunum, fann nýlega báða foreldra sína látna á heimilinu. Yfirvöld telja að þau hafi látist af völdum COVID-19.

People skýrir frá þessu og hefur eftir nágranna fjölskyldunnar að móðirin hafi leitað á sjúkrahús nokkru áður. „Þau héldu að hún hefði fengið heilablæðingu en ég held að það hafi verið COVID-19. Hún greindist með COVID-19 og var send heim og maðurinn hennar var heima með COVID-19. Þau voru því bæði í einangrun í svefnherbergi í kjallaranum.“

Ekki liggur fyrir hvort dóttirin var heima á meðan foreldrar hennar voru í einangrun eða hvort hún var í pössun. Það er þó vitað að það var hún sem fann foreldra sína látna.

„Það er mikill harmur fyrir 11 ára stúlku að missa báða foreldra sína í einu. Um síðustu jól bönkuðu þau upp á hjá okkur og gáfu okkur smákökur. Þetta var indælisfólk,“ sagði nágranninn um fjölskylduna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það sem ekki átti að geta gerst gerðist – Var úti á miðri glerbrú þegar glerið fauk úr

Það sem ekki átti að geta gerst gerðist – Var úti á miðri glerbrú þegar glerið fauk úr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlébarði hefur gengið laus nærri kínverskri stórborg í rúma viku

Hlébarði hefur gengið laus nærri kínverskri stórborg í rúma viku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heimsfaraldurinn leikur Indverja grátt og við bætist annar hryllingur – „Þetta er martröð ofan í faraldurinn“

Heimsfaraldurinn leikur Indverja grátt og við bætist annar hryllingur – „Þetta er martröð ofan í faraldurinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth – „Hún hafði fengið nóg“

Nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth – „Hún hafði fengið nóg“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fólk er tilbúið í bólfarir – Sala á smokkum tekur mikinn kipp

Fólk er tilbúið í bólfarir – Sala á smokkum tekur mikinn kipp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir