fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Geymdi látna móður sína í frysti í 10 ár

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 23:00

Lögreglan að störfum í Tókýó. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af ótta við að missa leiguíbúð sína geymdi japönsk kona líkið af móður sinni í frysti í íbúðinni í 10 ár. Konan, sem er nú 48 ára, hafði búið með móður sinni. Þegar hún fann móður sína látna fyrir 10 árum faldi hún líkið af ótta við að missa íbúðina sem þær leigðu.

Japanskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu nýlega. Það var móðirin sem var skráð á leigusamninginn á íbúðinni sem er í Tókýó. Um miðjan janúar var dóttirin borin út úr íbúðinni því hún hafði ekki greitt húsaleigu. Þegar hreingerningarfólk kom til að þrífa íbúðina og gera hana tilbúna fyrir næsta leigjanda fann það lík móðurinnar í frystikistu sem var falin inni í skáp. Lögreglan hafði uppi á dótturinni og handtók hana á hóteli í Chiba, sem er nærri Tókýó.

Rannsókn réttarmeinafræðinga skar ekki úr um hvernig móðirin lést en engir áverkar voru á líkinu. Talið er að konan hafi verið um sextugt þegar hún lést. Dóttirin er nú í haldi, grunuð um að hafa leynt andláti og líki móður sinnar. Hún er ekki grunuð um morð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli