fbpx
Föstudagur 12.ágúst 2022
Pressan

Getur nýtt kraftaverkabóluefni bjargað lífi milljóna barna?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. október 2021 18:30

Mosquirix bóluefnið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Afríku hefur tíðindum af nýjum bóluefni gegn malaríu verið tekið fagnandi en sjúkdómurinn er ein af þyngstu byrðunum sem lagðar eru á mörg fátæk ríki í álfunni.

Árlega látast mörg hundruð þúsund manns af völdum malaríu um allan heim. Malaría smitast með stungum sýktra mýflugna. 2019 létust rúmlega 400.000 manns af völdum malaríu og tveir þriðju hlutar þeirra voru afrísk börn yngri en fimm ára.

Í mörgum Afríkuríkjum er malaría mikið álag á efnahagslífið og heilbrigðiskerfið. Það var því sögulegur dagur þegar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO samþykkti nýtt malaríubólefni nýlega. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, sagði við það tilefni að um vísindalegan sigur væri að ræða. WHO samþykkti bóluefnið eftir að tilraunir með það í Gana, Kenía og Malaví sýndu góðan árangur. Þar hafa 800.000 börn fengið 2,3 milljónir skammta af bóluefninu síðan 2019.

Bóluefnið heitir Mosquirix var þróað af lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline í samvinnu við samtökin Path í Seattle og samtök afrískra rannsóknarmiðstöðva sem eru að hluta fjármögnuð að mannúðarsjóði Melinda og Bill Gates, Bill and Melinda Gates Foundation.

Tilraunir sýna að bóluefnið veitir aðeins 30% vernd fyrsta árið. Fyrir börn á aldrinum fimm mánaða til sautján mánaða veitir það 39% vernd. Af þessum sökum hafa margir efasemdir um að það muni gjörbreyta stöðunni en reikna má með að það hafi samt sem áður jákvæð áhrif og dragi úr fjölda smita. Við þetta bætist að vegna staðhátta og lélegra innviða í mörgum Afríkuríkjum er erfitt að sjá fyrir sér að börn í dreifðum byggðum verði bólusett í náinni framtíð. „Bóluefnið bjargar lífum en það er ekki kraftaverkalyf,“ hefur New York Times eftir Githinji Gitahi, forstjóra Amref Health Africa.

Hann segir bóluefnið vera mikilvægt vopn í baráttunni við malaríu en áfram verði þörf fyrir flugnanet, mýflugnaúða og efni sem vinna á skordýrum í rúmum fólks. Það þarf að gefa fjóra skammta af bóluefninu áður en það veitir vernd. Fyrsta skammtinn þarf að gefa barni þegar það er fimm mánaða.

Gitahi sagði að stóra áskorunin verði að dreifa bóluefninu og þá sérstaklega til átakasvæða. Auk þess verði heilbrigðiskerfin í ríkjunum að finna út úr hvernig sé hægt að slá tvær flugur í einu höggi og bólusetja gegn malaríu um leið og bólusett er gegn sjúkdómum á borð við lömunarveiki og mislingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kim Jong-un lýsir yfir sigri og segir um kraftaverk að ræða

Kim Jong-un lýsir yfir sigri og segir um kraftaverk að ræða
Pressan
Í gær

Gefa út viðvörun – Mestu þurrkar í Evrópu í 200 ár

Gefa út viðvörun – Mestu þurrkar í Evrópu í 200 ár
Pressan
Í gær

Dæmdur fyrir hatursglæp – Sakaði asíska fjölskyldu um að standa á bak við heimsfaraldurinn

Dæmdur fyrir hatursglæp – Sakaði asíska fjölskyldu um að standa á bak við heimsfaraldurinn
Pressan
Í gær

Er þetta sætasta atvinnutækifærið í dag? 10 milljónir fyrir að borða sælgæti

Er þetta sætasta atvinnutækifærið í dag? 10 milljónir fyrir að borða sælgæti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskir auðmenn hafa dáið hver á fætur öðrum – Nú er fyrrum ráðgjafi Pútíns alvarlega veikur

Rússneskir auðmenn hafa dáið hver á fætur öðrum – Nú er fyrrum ráðgjafi Pútíns alvarlega veikur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar vara við nýrri veiru – Talið að hún hafi borist úr snjáldurmúsum

Kínverjar vara við nýrri veiru – Talið að hún hafi borist úr snjáldurmúsum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórir létust í golfbílsslysi

Fjórir létust í golfbílsslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn besti ökumaður allra tíma er smeykur í umferðinni

Einn besti ökumaður allra tíma er smeykur í umferðinni