fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
Pressan

Fólk getur verið „feitt en í góðu formi“ – Á frekar að einblína á hreyfingu en megrunarkúra

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. september 2021 15:30

Feitt fólk getur verið í góðu formi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé að miklu leyti án áhrifa að takast á við ofþyngd með því að einblína á þyngd fólks og að fólk eigi því frekar að einbeita sér að hreyfingu en megrunarkúrum til að draga úr hættunni á ótímabærum dauða. Þeir segja því að fólk geti verið „feitt en í góðu formi“.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að í grein sem Glenn Gaesser, prófessor við Arizona ríkisháskólann, og Siddhartha Angadi, hjá University of Virginia, skrifuðu í iScience komi fram að takast eigi á við ofþyngd án þess að einblína á þyngdina. Það geti um leið dregið úr heilsufarsáhættu sem fylgir því að mataræði sveiflist mikið til.

Þeir fóru yfir fjölda rannsókna á þessu sviði og segja að hreyfing sé mun áhrifaríkari leið til að draga úr hættunni á ótímabæru andláti en að einblína á að léttast. „Við viljum að fólk viti að feitt fólk getur verið í góðu formi og að heilbrigðir líkamar eru til í ýmsum formum og stærðum,“ sagði Gaesser.

Hann sagði að þeir átti sig á að það geti verið erfitt að einblína ekki á þyngdina og það að léttast því svo mikið snúist um það. „Við erum ekki endilega á móti þyngdartapi, við teljum bara að það eigi ekki að vera aðalskilyrðið fyrir hvernig árangur lífsstílsbreytinga er mældur,“ sagði hann.

Þeir félagar segja að fjöldi rannsókna hafi sýnt að á síðustu 40 árum hafi fólk um allan heim reynt að léttast en samt sem áður hafi of feitu fólki farið fjölgandi. Því sé sú áhersla sem er lögð á þyngdina í baráttunni við offitu misheppnuð. Þá beri að hafa í huga að endurteknar megranir geti haft í för með sér að fólk þyngist. Þeir segja að niðurstöður ýmissa rannsókna bendi til að hreyfing sé vænlegri kostur til að lengja ævina en að léttast bara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullt mál – Tveimur konum var hent fyrir framan sitthvort sjúkrahúsið – Nú eru þær báðar dánar

Dularfullt mál – Tveimur konum var hent fyrir framan sitthvort sjúkrahúsið – Nú eru þær báðar dánar
Pressan
Í gær

Þetta er línuritið sem allir tala um – Sláandi munur

Þetta er línuritið sem allir tala um – Sláandi munur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvæntar vendingar í máli Bill Cosby

Óvæntar vendingar í máli Bill Cosby
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottaleg meðferð foreldra á 16 ára pilti – Laminn og kallaður bjáni og hundur

Hrottaleg meðferð foreldra á 16 ára pilti – Laminn og kallaður bjáni og hundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump yngri birti stórfurðulegt myndband af föður sínum – „Það er eitthvað að þessari fjölskyldu“

Donald Trump yngri birti stórfurðulegt myndband af föður sínum – „Það er eitthvað að þessari fjölskyldu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Réttarhöldin sem hinir ríku og frægu óttast – Verjandi telur að lögmenn hafi „ráðskast“ með minningar þolenda – „Hún er ekki Jeffrey Epstein“

Réttarhöldin sem hinir ríku og frægu óttast – Verjandi telur að lögmenn hafi „ráðskast“ með minningar þolenda – „Hún er ekki Jeffrey Epstein“
Pressan
Fyrir 3 dögum

14 af hverjum 15 sem látast af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum eru óbólusettir

14 af hverjum 15 sem látast af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum eru óbólusettir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norskur þingmaður fékk óhugnanlegt bréf – Fékk kökk í hálsinn þegar hann sá frá hverjum það var

Norskur þingmaður fékk óhugnanlegt bréf – Fékk kökk í hálsinn þegar hann sá frá hverjum það var