fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Hjartveikur maður lést eftir að hafa verið vísað frá 43 gjörgæsludeildum sem voru yfirfullar af COVID-19 sjúklingum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 06:59

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagði nýlega að hann væri að missa þolinmæðina gagnvart þeim milljónum Bandaríkjamanna sem hafa ekki látið bólusetja sig gegn kórónuveirunni en það hefur haft mikil áhrif á efnahagslífið og heilbrigðiskerfið. Eitt andlát í Alabama getur orðið til þess að gera umræðuna um bólusetningar í kjölfar orða Biden mjög áþreifanlega að sögn NBC News.

Það er andlát hins 73 ára Ray DeMonia sem um ræðir. Hann lést af aukaverkunum eftir hjartaáfall eftir að sjúkrahúsið í heimabæ hans hafði vísað honum frá því þar var ekkert pláss vegna hins mikla fjölda COVID-19 sjúklinga sem þar lágu. Sjúkrahúsið hafði samband við 42 önnur sjúkrahús, í þremur ríkjum, til að kanna hvort þau gætu tekið við DeMonia en gjörgæsludeildir þeirra allra voru fullar af COVID-19 sjúklingum.

The Independent segir að að lokum hafi tekist að finna laust gjörgæslurými fyrir DeMonia í Mississippi, í rúmlega 320 kílómetra fjarlægð. DeMonia var fluttur þangað en lést þar. Hann var sjálfur bólusettur gegn kórónuveirunni.

Í dánartilkynningunni frá fjölskyldunni hvatti hún óbólusett fólk til láta bólusetja sig svo það losnaði um rými fyrir sjúklinga sem eru ekki með COVID-19.

Alabama er eitt þeirra ríkja þar sem sjúkrahúsinnlögnum af völdum COVID-19 hefur fjölgað mest. Svo virðist sem toppnum sé að verða náð þar en vandinn er samt sem áður ærinn því mun fleiri þarfnast aðhlynningar á gjörgæsludeildum en rými er fyrir. Þetta hefur The Independent eftir Scott Harris, yfirmanni heilbrigðiskerfis ríkisins. Washington Post segir að á sunnudaginn hafi 2.800 COVID-19 sjúklingar legið á sjúkrahúsum í Alabama, þar af 768 á gjörgæsludeildum.

Kringumstæðurnar í kringum andlát DeMonia hafa vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og  fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug