fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Pressan

Myndin sem lagði samfélagsmiðla á hliðina og gagnrýni rigndi inn – En ekki er allt sem sýnist

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 05:58

Myndin umrædda. Skjáskot:Instagram/gregabandoned

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafbílar verða sífellt algengari á götum borga og bæja víða um heiminn og sífellt fleiri bílaframleiðendur segja að tími bensín- og dísilbíla heyri fljótlega sögunni til. En það eru ekki allir ánægðir með þetta og finna rafbílum flest ef ekki allt til foráttu. Myndin sem hér er fjallað um er einmitt dæmi um hvernig heitar tilfinningar geta brotist út á samfélagsmiðlum.

Myndin hefur verið mikið til umfjöllunar á samfélagsmiðlum í sumar og margir hafa deilt henni á Facebook og Twitter.

Í texta með myndinni segir að hún sýni rafbíla sem er búið að safna saman á stóru svæði í Frakklandi. Ástæðan sé að rafgeymar þeirra séu svo lélegir að þeir séu ekki nothæfir og bílarnir séu þar með ónothæfir og óseljanlegir. Þetta vakti upp hörð viðbrögð margra sem eru mótfallnir rafbílum.

„Hvað sagði ég?“

„Rafbílar eru ekki framtíðin, myndin sannar það.“

„Þegar rafgeymarnir eru dýrari en bíllinn verður þetta svona.“

„Og þetta er sagt vera umhverfisvænt!“

Þetta eru nokkur þeirra ummæla sem voru látin falla um bílana.

Ekki er allt sem sýnist

En hlutirnir eru ekki alltaf eins og þeir sýnast eða sagt er og það á við í þessu tilfelli. Á heimasíðunni källkritikbyran.se, heimasíðu sem hefur sérhæft sig í að kanna áreiðanleika heimilda, kemur fram að myndin sé fyrir það fyrsta ekki tekin í Frakklandi og að á henni séu ekki rafbílar með ónýta rafgeyma. Með því að skrifa rangan texta við myndina, og fleiri álíka myndir, hafa þær verið notaðar í umræðunni um rafbíla.

Myndin umrædda. Skjáskot:Instagram/gregabandoned

Källkritikbyran.se komst að því að myndin var tekin í Kína en ekki Frakklandi. Bílarnir eru notaðir og ónotaðir bílar sem bílaleiga ein átti en hún varð gjaldþrota 2019. Bílarnir stóðu því ónotaðir í Hangzhou þegar myndin var tekin.

Það var pólski áhrifavaldurinn Greg Abandoned sem tók myndina en hann býr í Kína. Myndina tók hann þann 3. maí síðastliðinn og eftir það hefur hún verið á miklu flugi á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum