fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson, stjórnandi Spursmála hjá Morgunblaðinu, er æfur yfir þeirri ákvörðun borgarstjórnar að flagga fána Palestínu við Ráðhús Reykjavíkur. Í Facebook-pistli kallar hann einn borgarfulltrúann kynskipting og bendir á að stjórnvöld í Palestínu fari ekki mjúkum höndum um slíkt fólk:

Þetta er fáni ríkis sem lýtur stjórn hryðjuverkasamtaka. Hóps manna sem hafa það að markmiði að láta óvini sína drepa sem flesta af þeirra eigin þjóð.

Þarna sést meðal annarra Alexandea Briem á myndinni. Hún er kynskiptingur. Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka. Þeir myrða það fólk köldu blóði. Einnig samkynhneigða og jafnvel konur sem grunaðar eru um framhjálhald eða lauslæti. Óvinaþjóðin sem hún hatar eru Ísraelar. Í Tel Aviv er eitt frjálslyndasta og stórkostlegasta lýðræðissamfélag sem heimurinn hefur kynnst. Hún óskar þess að Hamas-dauðasveitirnar hafi sigur á því samfélagi!

Hversu heimskt getur fólk orðið þegar það trommar upp stuðning við fólk sem vill það feigt og hatar það heilu hatri fyrir það sem það er?

Er farið að bjóða upp á aðgerðir í heilbrigðiskerfinu þar sem heilinn er tekinn úr fólki en ekki maginn eða önnur líffæri?

Líflegar umræður eru undir færslunni og þar slær Stefán Einar ekkert af. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson segir færsluna ekki vera honum til sóma og Stefán Einar svarar honum svona:

„Í guðanna bænum kæri frændi. Nógu mikill kjáni ertu í varnar- öryggismálum til þess að bæta ekki ofan á það með svona yfirlæti. Sennilega myndu Hamas-samtökin ekki nenna að drepa þig en ég vil ekki stóla á það og þess vegna held ég að þú ættir að hafa vit á því að styðja Vesturlönd í því að reyna að ráða niðurlögum þeirra, rétt eins og Isis, Islamic Jihaad og annarra viðlíka. Eða ætlar þú að taka þér stöðu með þeim líka? Af hverju flaggið þið rugluverkið ekki bara íranska fánanum við Ráðhúsið. Það yrði ykkur til sóma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist