fbpx
Mánudagur 26.október 2020
Pressan

Ótrúleg uppgötvun – „Þau fullkomnustu sem ég hef séð á ferlinum“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 05:40

Við upphaf leitarinnar. Mynd:U.S. Immigration and Customs Enforcement

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku gerðu bandarískir toll- og landamæraverðir ótrúlega uppgötvun sem er sögð vera söguleg. Starfsmenn Homeland Security komu einnig að málinu.

Um miðjan júlí uppgötvuðu lögreglumenn holu sem var að myndast á landamærunum við Mexíkó og hélt jarðvegurinn sífellt áfram að síga. Þann 27. júlí var því byrjað að bora niður við þess holu og skömmu síðar bar borunin árangur.

Þegar komið var átta metra niður í holuna var myndavél látin síga niður og sýndi hún hvað leyndist þarna niðri en það voru göng.

„Þetta virðast vera fullkomnustu göngin sem fundist hafa til þessa og örugglega þau fullkomnustu sem ég hef séð á ferlinum.“

Sagði Carl E Landrum, yfirmaður landamæralögreglunnar í Yuma.

Vandað hefur verið til verks. Mynd:U.S. Immigration and Customs Enforcement

Göngin fundust í eyðimörkinni utan við Yuma í Arizona. Þau ná yfir til Mexíkó og eru rúmlega 400 metrar að lengd. Þau eru þrír metrar á breidd og 1,2 metrar á hæð. Í þeim er loftræsting, vatnsleiðslur, rafleiðslur og lestarteinar. Mikil vinna hafði verið lögð í gerð ganganna til að koma í veg fyrir að þau myndu hrynja saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mætti óvænt í jarðarförina sína í stað þess að mæta í afmælisveisluna sína

Mætti óvænt í jarðarförina sína í stað þess að mæta í afmælisveisluna sína
Pressan
Í gær

Víðtæk áhrif kórónuveirufaraldursins – Í annað sinn í sögunni þarf að aflýsa hátíðarhöldum hjá dönsku hirðinni

Víðtæk áhrif kórónuveirufaraldursins – Í annað sinn í sögunni þarf að aflýsa hátíðarhöldum hjá dönsku hirðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Fór hamförum í búðinni vegna sóttvarnaraðgerða – „Ég skammast mín ekki“

Sjáðu myndbandið: Fór hamförum í búðinni vegna sóttvarnaraðgerða – „Ég skammast mín ekki“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loftmengun verður hálfri milljón barna að bana árlega

Loftmengun verður hálfri milljón barna að bana árlega
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldan hefur aldrei veitt meira saman

Fjölskyldan hefur aldrei veitt meira saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Helmingur kórónuveirusjúklinga í Noregi er af erlendum uppruna

Helmingur kórónuveirusjúklinga í Noregi er af erlendum uppruna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hröð þróun mannkyns – Færri fá endajaxla og margir fæðast með auka slagæð

Hröð þróun mannkyns – Færri fá endajaxla og margir fæðast með auka slagæð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Níu úr sömu fjölskyldu létust – Borðuðu núðlur sem voru geymdar í frysti

Níu úr sömu fjölskyldu létust – Borðuðu núðlur sem voru geymdar í frysti