fbpx
Laugardagur 28.maí 2022
Pressan

Tímamótadómur í Sádi-Arabíu – Fullorðin og skynsöm kona sem býr ein er ekki glæpamaður

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 07:00

Konur njóta ekki mikilla réttinda í Sádi-Arabíu og er refsað fyrir að krefjast aukinna réttinda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að dómstóll í Sádi-Arabíu hafi kveðið upp tímamótadóm nýlega. Í dómnum var kveðið upp úr um að fullorðin og skynsöm fullorðin kona sem býr ein sé ekki að brjóta af sér.

Gulf News skýrir frá þessu. Haft er eftir Abdul Rahman Al Lahim, mannréttindalögfræðingi frá Sádí-Arabíu, að dómurinn sé sögulegur og telur hann opna fyrir tækifæri til að auka jafnrétti í landinu.

„Þessi dómur getur orðið til þess að endi verði bundinn á hörmulegar upplifanir margra kvenna.“

Samkvæmt eldri lögum gátu foreldrar lagt fram kæru hjá lögreglunni ef kona hvarf eða bjó ein án þess að hafa fengið til þess heimild hjá forráðamanni sínum sem var alltaf karlmaður.

Muflih Al Qahtani, stjórnarmaður í National Society for Human Rights, sagði í samtali við Gulf News að það væru grundvallarmannréttindi að hafa aðgang að íbúðarhúsnæði og að konur hafi rétt til að verða sér úti um húsnæði til að búa í.

Dómstólar landsins eru undir stjórn konungsfjölskyldunnar og þá aðallega Mohammed bin Salman, krónprins, sem mun væntanlega taka við konungstign í þessu gríðarlega íhaldssama landi. Hann hefur lagt mikla áherslu á að bæta ímynd landsins á erlendum vettvangi og hefur meðal annars afnumið bann við því að konur megi stýra ökutækjum. Hann hefur einnig afnumið hýðingar sem refsingu.

En mörg mannréttindasamtök segja aðgerðir Salman ekki hafa skilað konum neinum raunverulegum ávinningi og séu í raun hlægilegar og hafi að vissu leyti gert aðstæður kvenna verri en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

WHO telur ekki þörf á fjöldabólusetningum gegn apabólu

WHO telur ekki þörf á fjöldabólusetningum gegn apabólu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stór loftsteinn á leið nálægt jörðinni – „Mögulega hættulegur“ segir NASA

Stór loftsteinn á leið nálægt jörðinni – „Mögulega hættulegur“ segir NASA
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ófrjóir karlar hugsanlega tvöfalt líklegri til að fá brjóstakrabbamein

Ófrjóir karlar hugsanlega tvöfalt líklegri til að fá brjóstakrabbamein
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kettir þekkja nöfn hver annars og eigenda sinna

Kettir þekkja nöfn hver annars og eigenda sinna