fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Pressan

Vopnaðir glæpamenn taka þátt í óeirðum í Frakklandi – Forseti Tsjetsjeníu hvetur þá til dáða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 07:00

Kveikt hefur verið í bílum í Dijon. Mynd: EPA-EFE/VINCENT LINDENEHER FRANCE OUT / SHUTTERSTOCK OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg hundruð vopnaðir meðlimir glæpagengja hafa tekið þátt í óeirðum og uppþotum í Frakklandi að undanförnu. Komið hefur til harðra átaka og eldur hefur verið borinn að bílum og ruslagámum. Ramzan Kadyrov, forseti Tsjetsjeníu, styður meðlimi glæpagengja sem hafa tekið þátt í óeirðunum í borginni Dijon og verið vopnaðir sjálfvirkum skotvopnum.

The Guardian skýrir frá þessu. Óeirðirnar brutust út eftir að 16 ára drengur frá Tsjetsjeníu var drepinn af eiturlyfjasala þann 10. júní. Síðan þá hafa mörg hundruð manns tekið þátt í óeirðum í borginni. Kadyrov skrifaði á dulkóðaða samfélagsmiðilinn Telegram að frönsk yfirvöld hafi ekki ráðið við eiturlyfjasalana og því hafi unga kynslóðin tekið málin í eigin hendur.

Í stríðunum við Rússland á tíunda áratugnum létust að minnsta kosti 100.000 íbúar í Tsjetsjeníu og margir flúðu til Vestur-Evrópu. Þar settust þeir að í Belgíu, Austurríki, Þýskalandi og Frakklandi.

Kadyrov er nú forseti landsins en hann var stríðsherra í stríðinu við Rússa. Hann er sakaður um gróf mannréttindabrot og ofsóknir á hendur samkynhneigðum og pólitískum andstæðingum.

Franskir embættismenn segja að átökin í Dijon séu á milli Tjetjena og íbúa borgarinnar og að mörg hundruð Tjetenar hafi komið til borgarinnar til að taka þátt í átökunum. Kadyrov segir að atburðarásin að undanförnu sýni að „Tjetjenar standi saman gegn eiturlyfjasölum“ og að þeir hafi brugðist rétt við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórðungur bandarískra vöruhúsa verður horfinn innan fimm ára

Fjórðungur bandarískra vöruhúsa verður horfinn innan fimm ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfélag í vanda fer nýjar leiðir – Skiptir flugvélum út með járnbrautalestum

Flugfélag í vanda fer nýjar leiðir – Skiptir flugvélum út með járnbrautalestum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að kórónuveiran geti valdið heilaskaða hjá börnum

Læknir segir að kórónuveiran geti valdið heilaskaða hjá börnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karl Bretaprins rakar inn milljónum úr dánarbúum

Karl Bretaprins rakar inn milljónum úr dánarbúum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpar fram sprengjum um Trump í nýrri bók – Vanræktur í æsku og varð hættulegasti maður heims

Varpar fram sprengjum um Trump í nýrri bók – Vanræktur í æsku og varð hættulegasti maður heims
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

„Hún settist niður og síðan byrjuðu þau að níðast á mér“

„Hún settist niður og síðan byrjuðu þau að níðast á mér“