fbpx
Föstudagur 22.október 2021

átök

Hungursneyð og fleiri hörmungar vofa yfir í Eþíópíu

Hungursneyð og fleiri hörmungar vofa yfir í Eþíópíu

Pressan
20.06.2021

Átökin í Tigray í Eþíópíu geta orðið langvarandi og þær mannlegu þjáningar sem þau valda geta enn aukist og er ástandið þó nógu slæmt nú þegar. Í nýrri skýrslu frá IPC-kerfi Sameinuðu þjóðanna, sem SÞ nota til að kortleggja ótryggt matvælaöryggi, kemur fram að rúmlega 350.000 íbúar í héraðinu glími við hungursneyð og að á næstu mánuðum megi Lesa meira

Hófu loftárásir á Gaza í gærkvöldi

Hófu loftárásir á Gaza í gærkvöldi

Pressan
16.06.2021

Ísraelsher hóf í gærkvöldi loftárásir á Gaza og bæinn Khan Younis. Segja talsmenn hersins að árásunum sé beint að hernaðarmannvirkjum sem Hamas ráða yfir. Árásirnar eru svar hersins við sprengjum, sem herskáir Palestínumenn hafa sent yfir landamærin til suðurhluta Ísraels, með blöðrum. Þessar blöðrusprengjur urðu að sögn hersins til þess að tuttugu eldar kviknuðu á ökrum nærri Gaza. Í Lesa meira

Samningar náðust um vopnahlé á milli Ísraels og Hamas

Samningar náðust um vopnahlé á milli Ísraels og Hamas

Pressan
21.05.2021

Ísraelska öryggismálanefndin lýsti í gærkvöldi yfir stuðningi við vopnahléssamning við Hamas og önnur samtök Palestínumanna á Gasa. Þar með lauk 11 daga átökum sem hafa kostað á þriðja hundrað mannslíf. Vopnahléið tók gildi klukkan 02 í nótt að staðartíma. Öryggismálanefndin samanstendur af leiðtogum hinna ýmsu stofnana, þar á meðal hersins, og ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hún samþykkti einróma að Lesa meira

Ísraelsmenn og Hamas skutu fjölda eldflauga í nótt – Segjast hafa drepið háttsetta Hamasliða

Ísraelsmenn og Hamas skutu fjölda eldflauga í nótt – Segjast hafa drepið háttsetta Hamasliða

Pressan
12.05.2021

40 manns hafa nú látið lífið í átökum Ísraels og Palestínumanna. 100 eldflaugum var skotið á Ísrael í nótt frá Gaza. Ísraelskar orrustuþotur gerðu harðar árásir á Gaza og gerðu mörg hundruð loftárásir. 40, hið minnsta, hafa látist í átökunum sem eru þau mannskæðustu síðan 2014. 35 hafa látist á Gaza og 5 í Ísrael. Í gærkvöldi réðust Ísraelsmenn á Lesa meira

Telur líklegt að til stríðs komi á milli Bandaríkjanna og Kína – „Það er framtíð lýðræðisins sem er að veði, ekkert minna“

Telur líklegt að til stríðs komi á milli Bandaríkjanna og Kína – „Það er framtíð lýðræðisins sem er að veði, ekkert minna“

Pressan
11.05.2021

Anders Fogh Rasmussen, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri NATO, telur líklegt að Kínverjar ráðist á Taívan á næstu 5 til 10 árum og að það geti haft alvarlegar og miklar afleiðingar. Þetta kemur fram í viðtali danska blaðsins B.T. við Rasmussen. Hann lenti nýlega á svörtum lista kínverskra stjórnvalda vegna starfa sinna hjá Alliances of Democracies. Eins og Lesa meira

Mikið mannfall meðal Talibana

Mikið mannfall meðal Talibana

Pressan
03.05.2021

Rúmlega 100 liðsmenn Talibana féllu í átökum við afganska stjórnarherinn á einum sólarhring um helgina. Afganska varnarmálaráðuneytið skýrir frá þessu. Segir að átök hafi staðið yfir víða í landinu á sama tíma og alþjóðlegt herlið er að hafa sig á brott. Á sunnudaginn afhentu bandarískir hermenn afgönskum kollegum sínum yfirráð yfir Antonik herstöðinni í Helmand héraði. Herstöðin verður framvegis notuð Lesa meira

Er allsherjarstríð yfirvofandi í Evrópu?

Er allsherjarstríð yfirvofandi í Evrópu?

Pressan
12.04.2021

Síðustu sjö ár hafa átök staðið yfir í austurhluta Úkraínu, við rússnesku landamærin. Þetta er stríð úkraínska hersins gegn uppreisnarmönnum sem krefjast sjálfstæðis Donbas. Þeir njóta stuðnings Rússa sem hafa sent þeim vopn og peninga og rússneskar hersveitir hafa jafnvel tekið þátt í átökunum. Að minnsta kosti 14.000 manns hafa látist í átökunum og rúmlega 3 Lesa meira

Mjanmar er á barmi borgarastyrjaldar

Mjanmar er á barmi borgarastyrjaldar

Pressan
17.03.2021

Lýðræðisleg skuggastjórn í Mjanmar hvetur nú til byltingar og vill mynda bandalag með hinum ýmsu fámennu hersveitum hinna ýmsu hópa í landinu. Helgin var blóðug í landinu og Kínverjar eru nú við það að dragast inn í átökin í landinu eftir að mótmælendur kveiktu í 32 kínverskum fyrirtækjum um helgina. Herinn skaut á mótmælendur víða Lesa meira

Sex handteknir í Kína fyrir að „móðga“ hermenn sem féllu í átökum

Sex handteknir í Kína fyrir að „móðga“ hermenn sem féllu í átökum

Pressan
24.02.2021

Sex, hið minnsta, voru handtekin víða um Kína fyrir að ófrægja fjóra hermenn sem létust í blóðugum átökum kínverskra og indverskra hermanna á landamærum ríkjanna í júní á síðasta ári. Fólkinu var haldið í allt að 15 daga. Þá hefur fólki, sem býr erlendis, verið hótað fangelsisvist þegar og ef það snýr aftur til Kína. Lesa meira

Segja að Rússar komi í veg fyrir frið í Sýrlandi

Segja að Rússar komi í veg fyrir frið í Sýrlandi

Pressan
11.02.2021

Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna tókst ekki að ná saman um yfirlýsingu um málefni hins stríðshrjáða Sýrlands á þriðjudaginn. Sérstakir sendimenn SÞ hafa reynt að koma friðarferli af stað en Rússar, sem eru nánustu bandamenn sýrlenskra stjórnvalda, komu ítrekað í veg fyrir að rætt væri um málið á fundi ráðsins á þriðjudaginn. Þetta segja ónafngreindir heimildarmenn. Rússar hafa Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af