fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Pressan

Biden segir að Demókratar verði að sigra í Georgíu ef framfarir eigi að eiga sér stað í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 06:59

Joe Biden

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 5. janúar verður kosið um tvö sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í Georgíu. Þetta eru gríðarlega mikilvægar kosningar því þær hafa mikil áhrif á skiptingu valdsins í Bandaríkjunum. Joe Biden, verðandi forseti, heimsótti Georgíu á þriðjudaginn og hvatti kjósendur til að kjósa frambjóðendur Demókrataflokksins.

Á kosningafundi í Atlanta sagði hann að hætta sé á að pólitísk stefna hans lendi í mótvindi ef Demókratar ná ekki meirihluta í öldungadeildinni. „Eruð þið reiðubúin til að kjósa tvo þingmenn sem vita hvernig á að segja „já“ en ekki bara „nei“?“ spurði Biden fundargesti.

Hann lagði áherslu á að Bandaríkin þurfi öldungadeild þar sem Demókratar eru í meirihluta ef árangur á að nást í baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar, loftslagsbreytingar og kynþáttamismunun.

Demókratar verða að fá bæði þingsæti Georgíu til að tryggja sér meirihluta í öldungadeildinni en þeir eru nú þegar með meirihluta í fulltrúadeildinni. Ef þeir ná meirihluta í öldungadeildinni getur Biden komið stefnumálum sínum í framkvæmd á mun auðveldari hátt.

En Repúblikanar þurfa bara að sigra í kosningunni um annað sætið til að halda meirihluta sínum í deildinni en ef svo fer geta þeir komið í veg fyrir að stefnumál Biden nái fram að ganga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“
Pressan
Í gær

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð