Mánudagur 01.mars 2021
Pressan

Mikill læknaskortur í Bandaríkjunum – Biðja lækna á eftirlaunum að koma til starfa

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. desember 2020 08:00

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 100.000 COVID-19-sjúklingar liggja nú á bandarískum sjúkrahúsum og veldur það að vonum miklu álagi á sjúkrahúsin. Fjöldinn hefur aldrei verið meiri og hefur tvöfaldast á aðeins einum mánuði. Þetta veldur því að mikill skortur er á læknum og er nú biðlað til lækna og hjúkrunarfræðinga á eftirlaunum að gefa sig fram til starfa.

Mörg sjúkrahús reyna einnig að ráða nema og nýútskrifaða kandídata til starfa þrátt fyrir að þeir hafi ekki enn fengið útgefin starfsleyfi. Eru góð laun í boði í þessum örvæntingarfullu tilraunum sjúkrahúsanna til að fá starfsfólk til starfa.

Hjúkrunarfræðingar um allt land brenna í sífellt meiri mæli upp vegna álags í starfi og hefur bandaríska sjúkdómastofnunin, CDC, sent frá sér aðvörun vegna þessa. Robert Redfield, forstjóri CDC, segir að eins og staðan er núna þá stefni í að desember, janúar og febrúar verði erfiðir mánuðir. „Ég held að þetta verði erfiðustu mánuðirnir í sögu bandarískrar lýðheilsusögu,“ sagði hann að sögn AP.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný rannsókn – Öfgasinnað fólk á erfiðara með að leysa flókin verkefni

Ný rannsókn – Öfgasinnað fólk á erfiðara með að leysa flókin verkefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að stefna Trump í umhverfismálum hafi kostað mörg þúsund mannslíf

Segja að stefna Trump í umhverfismálum hafi kostað mörg þúsund mannslíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Sleppti börnunum fram af þriðju hæð

Sjáðu myndbandið: Sleppti börnunum fram af þriðju hæð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Finnar grípa til harðra sóttvarnaaðgerða

Finnar grípa til harðra sóttvarnaaðgerða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kjósenda Trump mun styðja hann í nýjum flokki

Tæplega helmingur kjósenda Trump mun styðja hann í nýjum flokki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greip þá glóðvolga í trekanti

Greip þá glóðvolga í trekanti