fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Telur að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið snemma á næsta ári

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. október 2020 07:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, telur að að bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, verði tilbúið í upphafi næsta árs og að hægt verði að bólusetja stóran hluta þýsku þjóðarinnar innan sjö mánaða.

Þetta sagði hann í samtali við Der Spiegel. Hann sagði jafnframt að Þýskalandi geti selt eða jafnvel gefið afgang af bóluefninu til annarra ríkja.

„Auðvitað er best ef bóluefnið getur komið í veg fyrir ný smit en það mun einnig hafa áhrif ef það veldur því að sjúkdómurinn verður mildari,“

sagði ráðherrann sem greindist sjálfur með COVID-19 í síðustu viku.

Bild segir að þýsk yfirvöld séu nú að undirbúa að hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni. Í bígerð er að koma upp 60 sérstökum miðstöðvum til að tryggja að bóluefnið verði geymt við réttar aðstæður. Fylkin eiga sjálf að hafa fundið slíka aðstöðu fyrir 10. nóvember.

Spahn sagði Der Spiegel að Þjóðverjar muni láta framleiða mun meira bóluefni en þeir hafa þörf fyrir og vænti þess að geta séð öðrum ríkjum fyrir bóluefni. Ekki hefur verið ákveðið hvaða þjóðfélagshópar fá fyrst bólusetningu annað en að heilbrigðisstarfsfólk verður í fyrsta forgangshópi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig