fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021

Þýskaland

Mikil fjölgun förufólks sem kemur til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi

Mikil fjölgun förufólks sem kemur til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi

Pressan
Fyrir 5 dögum

Mikil fjölgun hefur orðið á komum förufólks til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi og í gegnum Pólland. Frá því í ágúst hafa rúmlega 4.300 manns komið þessa leið. Flestir frá Írak, Sýrland, Jemen og Íran. Þýska sambandslögreglan skýrði frá þessu á miðvikudaginn. Frá því í janúar og fram í júlí komu 26 manns þessa leið. Í ágúst Lesa meira

Jafnaðarmenn hlutu flest atkvæði í þýsku kosningunum

Jafnaðarmenn hlutu flest atkvæði í þýsku kosningunum

Pressan
Fyrir 3 vikum

Þýskir jafnaðarmenn hlutu flest atkvæði í þingkosningunum sem fóru fram í Þýskalandi í gær. Flokkur jafnaðarmanna, SPD, fékk 25,8% atkvæða samkvæmt tölum sem ARD birti. Miðjuhægriblokkin, CDU og CSU, fengu 24,1%. Græningjar fengu 14,6% atkvæða og Frjálslyndir, FDV, 11,5%. Hægri sinnaði popúlistaflokkurinn AfD hlaut 10,4% atkvæða. Armin Laschet, kanslaraefni CDU/CSU, og Olaf Scholz, kanslaraefni SPD, ávörpuðu stuðningsmenn sína í gærkvöldi og sögðust báðir ætla sér að mynda ríkisstjórn og Lesa meira

Afgreiðslumaður skotinn til bana – Bað viðskiptavin um að nota andlitsgrímu

Afgreiðslumaður skotinn til bana – Bað viðskiptavin um að nota andlitsgrímu

Pressan
21.09.2021

Á laugardaginn gekk 49 ára Þjóðverji inn á bensínstöð í Idar–Oberstein, sem er í vesturhluta Þýskalands, til að kaupa bjór. Hann notaði ekki andlitsgrímu eins og skylt er að gera samkvæmt sóttvarnarreglum í landinu. Þegar hann kom með bjórinn að afgreiðsluborðinu sagði tvítugur afgreiðslumaðurinn honum að það væri skylda að nota andlitsgrímu. Maðurinn yfirgaf þá bensínstöðina Lesa meira

Facebook eyddi aðgöngum þýskra bóluefnaandstæðinga

Facebook eyddi aðgöngum þýskra bóluefnaandstæðinga

Pressan
17.09.2021

Facebook hefur eytt tæplega 150 aðgöngum einstaklinga og hópa í Þýskalandi sem tengjast þýsku hreyfingunni Querdenken. Facebook tilkynnti þetta í gær. Meðlimir Querdenken eru aðallega efasemdarfólk um bóluefni og öfgahægrimenn. Talsmenn Facebook segja að Querdenken haldi á lofti samsæriskenningum um að sóttvarnaaðgerðir vegna heimsfaraldursins svipti almenna borgara frelsi sínu. Þetta er í fyrsta sinn sem Facebook grípur til beinna aðgerða gegn hreyfingunni. Nathaniel Gleicher, yfirmaður öryggismála hjá Lesa meira

Segir að Þjóðverjar verði að búa sig undir sóttvarnaaðgerðir í vetur vegna slælegrar þátttöku í bólusetningu

Segir að Þjóðverjar verði að búa sig undir sóttvarnaaðgerðir í vetur vegna slælegrar þátttöku í bólusetningu

Pressan
06.09.2021

Síðasti vetur kemst líklegast í sögubækurnar í Þýskalandi og víðar fyrir að vera einn sá leiðinlegasti í sögunni. Ástæðan er sóttvarnaaðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar en þær settu svo sannarlega mark sitt á daglegt líf. En Þjóðverjar verða að búa sig undir hertar sóttvarnaaðgerðir þegar vetrar. Þetta sagði Christian Drosten, yfirfarsóttafræðingur Charité háskólasjúkrahússins í Berlín, fyrir helgi. Ástæðan er slæleg þátttaka Þjóðverja í bólusetningu Lesa meira

Háskólar í Berlín úthýsa nánast kjöti úr mötuneytum sínum

Háskólar í Berlín úthýsa nánast kjöti úr mötuneytum sínum

Pressan
04.09.2021

34 mötuneyti fjögurra háskóla í Berlín munu í framtíðinni aðeins bjóða upp á einn kjötrétt fjóra daga í viku. Stúdentar munu því ekki geta valið á milli kjöt- og fiskrétta eins og hingað til. Breytingarnar taka gildi í október. Mikil áhersla verður lögð á ýmsa grænmetisrétti og pasta. Daniela Kummle, hjá Studierendenwerk samtökunum, sagði í samtali við The Guardian að breytingin væri viðbrögð við Lesa meira

Loftslagsvandinn jók líkurnar á flóðunum í Þýskalandi í sumar nífalt

Loftslagsvandinn jók líkurnar á flóðunum í Þýskalandi í sumar nífalt

Pressan
29.08.2021

Gríðarleg úrkoma var í Þýskalandi og Belgíu í júlí og orsakaði mikil flóð. Að minnsta kosti 222 létust og eignatjónið var mikið. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að vegna loftslagsbreytinganna voru nífalt meiri líkur á að óveður sem þetta skylli á en ella. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin sýni einnig að loftslagsbreytingar af mannavöldum Lesa meira

Grunur um eiturefnaárás í þýskum háskóla – Útlimirnir urðu bláir

Grunur um eiturefnaárás í þýskum háskóla – Útlimirnir urðu bláir

Pressan
25.08.2021

Sjö manns veiktust eftir að hafa borðað og drukkið í eldhúsum í Darmstadt tækniháskólanum í Þýskalandi. Lögregluna grunar að eitrað hafi verið fyrir fólkinu. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglan í Hesse hafi skýrt frá því að bæði nemendum og starfsfólki hafi orðið óglatt og útlimir þess orðið bláir eftir að fólkið notaði eldhúsaðstöðu í skólanum á mánudaginn. Lesa meira

Þjóðverjar þurfa 400.000 faglærða innflytjendur á ári

Þjóðverjar þurfa 400.000 faglærða innflytjendur á ári

Pressan
24.08.2021

Það er svo mikill skortur á vinnuafli í Þýskalandi að þangað vantar 400.000 faglærða innflytjendur á ári. Þetta segir Detlef Scheele, forstjóri þýsku vinnumálastofnunarinnar. Í samtali við Süddeutsche Zeitung sagði hann að í hans augum snúist þetta ekki um hælisleitendur heldur um markvissa móttöku innflytjenda til að fylla upp í göt á vinnumarkaðnum. Hann sagði að það vanti starfsfólk í Lesa meira

Kennarinn fór á stefnumót – Nú er hann fyrir dómi ákærður fyrir hryllilega hluti

Kennarinn fór á stefnumót – Nú er hann fyrir dómi ákærður fyrir hryllilega hluti

Pressan
12.08.2021

Á síðasta ári mæltu 41 árs þýskur kennari og 43 ára þýskur bifvélavirki sér mót í gegnum stefnumótasíðuna Romeo-Planet. Óhætt er að segja að stefnumótið hafi endað með hryllingi og nú situr kennarinn á ákærubekknum. Á þriðjudaginn hófust réttarhöld yfir manninum, sem þýskir fjölmiðlar nefna Stefan R. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt bifvélavirkjan með það í huga að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af