fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020

Þýskaland

Þýskur gjörgæslulæknir – „Við erum á mörkum þess mögulega“

Þýskur gjörgæslulæknir – „Við erum á mörkum þess mögulega“

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Talsmaður samtaka þýskra gjörgæslulækna vill að stjórnvöld grípi til enn harðari sóttvarnaaðgerðar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ástæðan er mikið álag á heilbrigðiskerfi landsins en að meðaltali eru aðeins þrjú laus legurými á gjörgæsludeildum landsins. Gernot Marx,  formaður samtaka gjörgæslulækna, varar við þeirri stöðu sem er uppi. Bild skýrir frá þessu. „Við erum í einstökum aðstæðum ólíkum öllu því sem við höfum Lesa meira

Þjóðverjar herða sóttvarnaaðgerðir – Gætu verið í gildi fram í janúar

Þjóðverjar herða sóttvarnaaðgerðir – Gætu verið í gildi fram í janúar

Pressan
Fyrir 6 dögum

Frá og með næstu viku verða sóttvarnareglur hertar enn frekar í Þýskalandi. Þá mega aðeins 5 manns koma saman í einu á heimilum og annars staðar. Aðeins verður slakað á þessum takmörkunum um jól og áramót en þá mega tíu manns koma saman. Angela Merkel, kanslari, sagði í gærkvöldi að þessar nýju reglur gildi til 20. desember Lesa meira

Grunar að morðinginn hafi borðað fórnarlambið

Grunar að morðinginn hafi borðað fórnarlambið

Pressan
Fyrir 1 viku

Martin Steltner, saksóknari í Berlín, sagði í gær að 44 ára karlmaður sem hafði verið saknað síðan í byrjun september hafi líklega verið myrtur. Bein úr manninum fundust í skógi í Berlín fyrir 11 dögum. Hans hafði verið saknað síðan 5. september. 41 árs karlmaður hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að Lesa meira

Þessi teikning sex ára barna gæti leyst sakamál

Þessi teikning sex ára barna gæti leyst sakamál

Pressan
Fyrir 1 viku

Lögreglan í þýska bænum Hamm lofsyngur fjögur sex ára börn, Luisa, Romy, Celina og Luis, sem settust niður og teiknuðu mynd af umferðarslysi sem þau urðu vitni að. BBC segir að börnin hafi verið á leið í skóla þegar ökumaður, kona, ók í gegnum lokanir á veginum og hélt áfram för sinni. Börnin sögðu kennara sínum frá þessu og bað hann þau um Lesa meira

Boruðu sig í gegnum vegg og stálu 6,5 milljónum evra

Boruðu sig í gegnum vegg og stálu 6,5 milljónum evra

Pressan
Fyrir 2 vikum

Um klukkan 6 að morgni 1. nóvember heyrðu vitni borhljóð berast úr kjallara tollstöðvar í Duisburg í Þýskalandi. Þar voru þjófar á ferð. Þeir boruðu gat á vegg á milli peningahvelfingar og herbergis í kjallaranum. Úr hvelfingunni stálu þeir 6,5 milljónum evra í reiðufé og létu sig hverfa á brott. Bild skýrir frá þessu. Augljóst er að innbrotið Lesa meira

Telur að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið snemma á næsta ári

Telur að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið snemma á næsta ári

Pressan
26.10.2020

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, telur að að bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, verði tilbúið í upphafi næsta árs og að hægt verði að bólusetja stóran hluta þýsku þjóðarinnar innan sjö mánaða. Þetta sagði hann í samtali við Der Spiegel. Hann sagði jafnframt að Þýskalandi geti selt eða jafnvel gefið afgang af bóluefninu til annarra ríkja. „Auðvitað er best Lesa meira

Gleymdi eiginkonunni á áningarstaðnum – „Hún sefur í aftursætinu“

Gleymdi eiginkonunni á áningarstaðnum – „Hún sefur í aftursætinu“

Pressan
26.10.2020

Það kemur auðvitað fyrir að fólk gleymi einhverju þegar stoppað er á bensínstöðvum eða öðrum áningarstöðum við þjóðveginn, sérstaklega ef um langferð er að ræða og fólk er orðið þreytt. En það hlýtur að vera ansi óvenjulegt að menn gleymi eiginkonunni og uppgötvi það ekki fyrr en lögreglan bendir viðkomandi á það. Þetta gerðist einmitt Lesa meira

Öfgahægrisinnar kaupa fasteignir í gamla Austur-Þýskalandi

Öfgahægrisinnar kaupa fasteignir í gamla Austur-Þýskalandi

Pressan
25.10.2020

Þýskir öfgahægrisinnar vilja koma sér upp skrifstofum á landsbyggðinni. Nú kaupa þeir fasteignir eða leigja í dreifbýli í því sem eitt sinn var Austur-Þýskaland. Í heildina eru nýnasistar og aðrir hópar öfgahægrisinna með 146 fasteignir á leigu eða eiga þær. Í þessum fasteignum halda þeir fundi, tónleika, skemmtanir, stunda bardagaíþróttir og breiða út lygar um Lesa meira

Stal 3.000 mannabeinum úr kirkjugarði

Stal 3.000 mannabeinum úr kirkjugarði

Pressan
13.10.2020

Þegar 53 ára Þjóðverji missti móður sína byrjaði hann að fara reglulega í kirkjugarðinn í Bad Soden. Svo virðist sem einmanaleiki hafi orðið honum einhverskonar hvatning eða ástæða til að opna grafir og stela mannabeinum og duftkerum. Bild skýrir frá þessu. Fram kemur að þessi undarlega hegðun mannsins hafi byrjað 2017. Hann sótti síðan um starf sem Lesa meira

Frakkar og Þjóðverjar vilja refsa Rússum fyrir morðtilræðið við Navalny

Frakkar og Þjóðverjar vilja refsa Rússum fyrir morðtilræðið við Navalny

Pressan
09.10.2020

Frönsk og þýsk stjórnvöld munu leggja til að refsiaðgerðum verði beitt gegn þeim aðilum sem talið er að hafi staðið á bak við morðtilræðið við rússneska stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalny. Eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Grunur leikur á að rússnesk stjórnvöld hafi staðið á bak við tilræðið. Frönsk og þýsk stjórnvöld hafa sent öðrum aðildarríkjum ESB Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af