fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022

Þýskaland

Þjóðverjar ætla að leyfa sölu og neyslu á hassi – Áhrifanna mun gæta víða

Þjóðverjar ætla að leyfa sölu og neyslu á hassi – Áhrifanna mun gæta víða

Pressan
09.01.2022

„Við munum leyfa sölu á kannabis til fullorðinna,“ segir meðal annars í stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands en hana mynda Jafnaðarmenn, Frjálslyndir og Græningjar. Lögleiðing á sölu og neyslu kannabis í þessu næstfjölmennasta ríki Evrópu mun væntanlega hafa áhrif um alla álfuna og þá sérstaklega innan ESB . Enn liggur ekki fyrir hvað felst nákvæmlega í Lesa meira

Gríðarleg aukning á tilkynningum um heimilisofbeldi í Þýskalandi eftir að heimsfaraldurinn brast á

Gríðarleg aukning á tilkynningum um heimilisofbeldi í Þýskalandi eftir að heimsfaraldurinn brast á

Pressan
27.12.2021

Eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á virðist sem heimilisofbeldi hafi færst mikið í vöxt í Þýskalandi. Að minnsta kosti hefur tilkynningum um það fjölgað mikið. Fyrir faraldurinn fengu hjálparsamtökin Weisser Ring, sem sérhæfa sig í að aðstoða þolendur heimilisofbeldis, um 4.000 símtöl á ári. Á síðasta ári bárust 22.000 símtöl Deutsche Welle segir að 80% þeirra sem hringja í Lesa meira

Angela Merkel er hætt í stjórnmálum – Hvað fer hún nú að gera?

Angela Merkel er hætt í stjórnmálum – Hvað fer hún nú að gera?

Eyjan
12.12.2021

Angela Merkel lét af embætti kanslara Þýskalands í síðustu viku eftir að hafa gegnt því í 16 ár. Kanslari Þýskalands er oft sagður valdamesti stjórnmálamaðurinn í Evrópu enda er Þýskaland mesta efnahagsveldi álfurnar og áhrif landsins eru mikil, bæði innan ESB og utan. En nú vaknar spurningin um hvað Merkel ætlar að taka sér fyrir hendur? Varla ætlar hún Lesa meira

Grunaður um að hafa myrt fjölskyldu sína vegna falsaðs bólusetningarvottorðs

Grunaður um að hafa myrt fjölskyldu sína vegna falsaðs bólusetningarvottorðs

Pressan
08.12.2021

Þýskur maður er grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína og tvö börn á laugardaginn. Ástæðan er talin vera falsað bólusetningarvottorð. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að lík hjónanna, sem voru fertug, og barna þeirra, 10 og 4 ára, hafi fundist á heimili þeirra í Koenig Wusterhausen, sem er nærri Berlín, á sunnudaginn. Skotsár voru á líkunum. Lögreglunni Lesa meira

Dapurleg tímamót í Þýskalandi – Rúmlega 100.000 hafa nú látist af völdum COVID-19

Dapurleg tímamót í Þýskalandi – Rúmlega 100.000 hafa nú látist af völdum COVID-19

Pressan
25.11.2021

Í gær urðu þau dapurlegu tímamót í Þýskalandi að fjöldi látinna af völdum COVID-19 fór yfir 100.000 en 350 dauðsföll voru skráð í gær. Þess utan var smitmet sett en 79.051 greindist með smit og hafa aldrei verið fleiri á einum degi, fyrra metið var nokkurra daga gamalt en þá greindust um 69.000 smit. Þetta kemur Lesa meira

„Líklega verða allir bólusettir, búnir að ná sér eftir smit eða dánir við vetrarlok“

„Líklega verða allir bólusettir, búnir að ná sér eftir smit eða dánir við vetrarlok“

Pressan
23.11.2021

Heimsfaraldur kórónuveirunnar geisar af miklum krafti í Evrópu og víða í álfunni hafa yfirvöld þurft að herða sóttvarnaaðgerðir að undanförnu. Staðan er mjög slæm í Þýskalandi en fjórða bylgja faraldursins geisar þar af miklum krafti og tugir þúsunda greinast með veiruna daglega og mörg hundruð látast af völdum COVID-19. Í gær greindust tæplega 48.000 með veiruna og 307 Lesa meira

Segir óhjákvæmilegt að gera bólusetningu gegn kórónuveirunni að skyldu í Þýskalandi

Segir óhjákvæmilegt að gera bólusetningu gegn kórónuveirunni að skyldu í Þýskalandi

Eyjan
22.11.2021

Kórónuveirufaraldurinn hefur verið í mikilli sókn í Evrópu síðustu vikur og þýskir stjórnmálamenn eru nú farnir að ýja að því að nauðsynlegt verði að gera bólusetningu gegn veirunni að skyldu ef takast á að komast í gegnum faraldurinn. Nágrannarnir í Austurríki hafa nú þegar ákveðið að frá og með 1. febrúar á næsta ári verði Lesa meira

Þýskir læknar og hjúkrunarfræðingar fá sífellt fleiri hótanir

Þýskir læknar og hjúkrunarfræðingar fá sífellt fleiri hótanir

Pressan
21.11.2021

Þýskir læknar og hjúkrunarfræðingar fá sífellt fleiri hótanir en þetta hefur verið vaxandi vandamál síðan heimsfaraldurinn skall á. Stéttarfélög hafa varað við þessu og segja óásættanlegt að heilbrigðisstarfsfólk verði fyrir hótunum þegar það sinnir störfum sínum. Svo virðist sem hótanirnar færist í aukana eftir því sem spennan í þýsku samfélagi vex vegna stöðu heimsfaraldursins. „Læknar tilkynna oftar Lesa meira

Þjóðverjar herða sóttvarnaaðgerðir fyrir óbólusetta

Þjóðverjar herða sóttvarnaaðgerðir fyrir óbólusetta

Pressan
19.11.2021

Smitum af völdum kórónuveirunnar hefur fjölgað mikið að undanförnu í Þýskalandi og nú hyggjast stjórnvöld herða sóttvarnaaðgerðir fyrir óbólusetta sem ekki hafa smitast af veirunni og eru því ónæmir fyrir henni af þeim sökum. Angela Merkel, kanslari, skýrði frá þessu í gær eftir fund með forsætisráðherrum sambandsríkjanna. Hún sagði að staðan væri grafalvarleg og nú þurfi að bregðast hratt Lesa meira

Leiðtogalausir Þjóðverjar ræða hvort skylda eigi fólk í bólusetningu

Leiðtogalausir Þjóðverjar ræða hvort skylda eigi fólk í bólusetningu

Pressan
15.11.2021

Kórónuveirufaraldurinn hefur verið í mikilli sókn í Þýskalandi að undanförnu og í síðustu viku var met slegið hvað varar fjölda smita á einum degi og andlátum hefur einnig fjölgað. En Þjóðverjar eiga erfitt með að taka á faraldrinum af festu vegna óvissu í stjórnmálum. Viðkvæmar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar standa yfir og má segja Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af