fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Pressan

Amnesty segir Eþíópíumenn fái hræðilega meðferð í Sádi-Arabíu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. október 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg þúsund Eþíópíumenn, sem vonuðust eftir betra lífi, dvelja nú við ólýsanlegar aðstæður í fangabúðum í Sádi-Arabíu. Mörg þúsund manns, þar á meðal barnshafandi konur og börn, hafa verið flutt frá Jemen í fangabúðir í Sádi-Arabíu þar sem þau sæta grófum misþyrmingum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Amnesty International.

Fram kemur að minnst þrír hafi látist og að í búðunum sé fólk hlekkjað saman, tveir og tveir. Fólkið situr í yfirfullum klefum allan sólarhringinn og neyðist til að gera þarfir sínar á gólfið.

„Barnshafandi konur, kornabörn og lítil börn sitja innilokuð við þessar hræðilegu aðstæður,“

segja samtökin og hvetja yfirvöld í Sádi-Arabíu til að láta fólkið laust og síðan þurfi að aðstoða það við að komast aftur heim.

„Mörg þúsund Eþíópíumenn, sem yfirgáfu heimili sín í von um betra líf, þurfa nú að þola þessa ólýsanlegu grimmd,“

segir í skýrslunni.

Eþíópíumenn hafa lengi litið á Sádi-Arabíu sem góðan áfangastað til að flýja ástandið í heimalandi sínu. Talið er að um hálf milljón Eþíópíumanna sé í Sádi-Arabíu. Fyrir þremur árum byrjuðu yfirvöld að taka hart á ólöglegum innflytjendum og flytja nú um 10.000 úr landi í hverjum mánuði nema hvað hlé var gert á þessu þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Macron boðar hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum

Macron boðar hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum
Í gær

Stærsti flugulaxinn kom á land fyrir fáum dögum

Stærsti flugulaxinn kom á land fyrir fáum dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Göngukona fannst á lífi eftir 14 daga í óbyggðum

Göngukona fannst á lífi eftir 14 daga í óbyggðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hótel aðeins ætlað fullorðnum

Hótel aðeins ætlað fullorðnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný veira hefur fundist í evrópskum svínum – Getur hugsanlega valdið heimsfaraldri

Ný veira hefur fundist í evrópskum svínum – Getur hugsanlega valdið heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Glæpagengi tóku völdin í úthverfi Stokkhólms – Settu á útgöngubann og fylgdu því fast eftir

Glæpagengi tóku völdin í úthverfi Stokkhólms – Settu á útgöngubann og fylgdu því fast eftir