fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Pressan

Taílendingar stokka ferðamannaiðnaðinn upp – Hætta fjöldaferðamennsku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. júní 2020 07:00

Frá Taílandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taílensk yfirvöld notfæra sér lokun landsins vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar til að stokka ferðamannaiðnaðinn í landinu upp. Ekki er reiknað með að opnað verði fyrir komur Evrópubúa til landsins fyrr en í október.

Ferðaþjónustuaðilar bíða að vonum spenntir eftir að ferðamönnum verði hleypt aftur til landsins enda er ferðamannaiðnaðurinn ein stærsta atvinnugrein landsins. En það gæti orðið á brattann að sækja fyrir ferðaþjónustu þegar landið opnar á nýjan leik því ríkisstjórnin hefur kynnt nýja stefnu varðandi greinina. Segja má að fjöldaferðamennska verði eitt af fórnarlömbum heimsfaraldursins.

Ríkisstjórnin ætlar nú að veðja á annarskonar ferðamennsku, fá efnaða ferðamenn til landsins í stað þess að leggja áherslu á fjölda þeirra. Einn efnaður ferðamaður leggur jafnmikið af mörkum til hagkerfisins og fimm minna efnaðir. Stefnan er sem sagt að setja gæði ofar magni og skapa nýja ímynd fyrir ferðamannaiðnað landsins. Á bak við þetta leynist sú viðurkenning að ímynd landsins sem ferðamannalands er orðin lúin, aðallega vegna ferðamanna frá Kína, Rússlandi og Indlandi en Evrópa á einnig hlut að máli enda margir Evrópubúar sem hafa heimsótt Taíland í gegnum tíðina.

Fjöldaferðamennska hefur árum saman verið þyrnir í augum yfirvalda því hún þýðir mikinn ágang á ferðamannastaði og innviði landsins en skilar ekki sérstaklega miklu í kassann. Sérstök óánægja hefur verið með kínverska ferðamenn en stór hluti af eyðslu þeirra í landinu skilar sér ekki til Taílendinga. Kínverjarnir kaupa ferðirnar heima í Kína og greiða þar. Þeir kaupa ferðir með öllu inniföldu og fara um landið í rútum í kínverskri eigu, með kínverskum leiðsögumönnum og borða á veitingastöðum í eigu Kínverja og gista á hótelum í eigu Kínverja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Ein undarlegasta flugferðin sem farin hefur verið að undanförnu

Ein undarlegasta flugferðin sem farin hefur verið að undanförnu
Pressan
Í gær

Ótrúleg uppgötvun – „Þau fullkomnustu sem ég hef séð á ferlinum“

Ótrúleg uppgötvun – „Þau fullkomnustu sem ég hef séð á ferlinum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrstu kórónuveirusmitin á Nýja-Sjálandi eftir 102 smitlausa daga

Fyrstu kórónuveirusmitin á Nýja-Sjálandi eftir 102 smitlausa daga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að risahátíðin verði smitsprengja

Óttast að risahátíðin verði smitsprengja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lítill drengur fannst berfættur á götu úti – Óttast að móðurinni hafi verið rænt

Lítill drengur fannst berfættur á götu úti – Óttast að móðurinni hafi verið rænt
Pressan
Fyrir 3 dögum

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Aðeins helmingur Breta vill láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Aðeins helmingur Breta vill láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore