fbpx
Mánudagur 19.apríl 2021
Pressan

Kínverjar uppfæra dánartölur fyrir Wuhan – 50 prósent aukning

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. apríl 2020 09:15

Frá Wuhan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk yfirvöld uppfærðu í fyrrinótt dánartölur frá borginni Wuhan þar sem COVID-19 faraldurinn braust fyrst út. Nú segja yfirvöld að 3.869 hafi látið lífið í borginni af völdum veirunnar og er þetta 50 prósent aukning frá fyrri tölum.

Samkvæmt frétt AFP þá bættu yfirvöld 1.290 dauðsföllum við lista yfir látna. Einnig var 325 bætt við lista yfir smitaða og eru staðfest smit í borginni því 50.333.

Yfirvöld segja að mörg mál hafi verið rangt skráð eða hafi ekki verið inni í fyrri uppgjörum. DPA segir að margar heilbrigðisstofnanir hafi ekki sent skýrslur um andlát og smit fyrr en seint og um síðir og því hafi þær tölur ekki verið inni í fyrri uppgjörum. Auk þess hafi margir látist heima því sjúkrahús borgarinnar hafi verið yfirfull.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínversk COVID-19 bóluefni veita ekki mjög mikla vernd að sögn kínversks embættismanns

Kínversk COVID-19 bóluefni veita ekki mjög mikla vernd að sögn kínversks embættismanns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ónæm malaríuafbrigði sækja í sig veðrið í Afríku

Ónæm malaríuafbrigði sækja í sig veðrið í Afríku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Selja hús Michael Schumacher til að greiða umönnunarkostnað hans

Selja hús Michael Schumacher til að greiða umönnunarkostnað hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lánaði unnustanum bílinn – Það endaði með ósköpum

Lánaði unnustanum bílinn – Það endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin fjölga í herliði sínu í Þýskalandi

Bandaríkin fjölga í herliði sínu í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þjóðverjar hætta við að gefa seinni skammtinn af AstraZeneca – Fólk fær annað bóluefni

Þjóðverjar hætta við að gefa seinni skammtinn af AstraZeneca – Fólk fær annað bóluefni