fbpx
Laugardagur 03.desember 2022
Pressan

Vísindamenn aflífa svefnmýtu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. mars 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið ljúft og gott að sofa lengi um helgar. Þá hleður maður batteríin og er tilbúinn undir nýja viku. Eittvað á þessa leið hljóðar mýtan en vísindamenn setja nú stórt spurningamerki við hana. Því þrátt fyrir að það geti verið gott að sofa svolítið meira um helgar en á virkum dögum þá breytir það engu fyrir líkamann, batteríin hlaðast ekki.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn við Colorado Boulder University í Bandaríkjunum hafi rannsakað þrjá hópa fólks. Tveir hópar sváfu of lítið á virkum dögum eða fimm klukkustundir á nóttu. Annar svefnlitli hópurinn fékk að sofa lengur um helgar en hinn var látinn halda áfram að sofa of lítið. Þriðji hópurinn fékk nægan svefn eða níu klukkustundir á nóttu.

Svefnskorturinn hafði þau áhrif á báða hópana að þeir borðuðu meira á kvöldin, þyngdust og heilsufar þeirra var verra en hjá þeim sem fengu nægan svefn. Rannsóknin stóð yfir í 14 daga og á þeim tíma þyngdust þátttakendur að meðaltali um 1 kíló.

Hópurinn sem fékk aukahvíld um helgar bætti stöðu sína lítillega um helgar, borðaði til dæmis minna milli mála, en þessi bættu áhrif hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar ný vika með tilheyrandi svefnskorti hófst.

Þátttakendur voru 36 talsins á aldrinum 18 til 39 ára.

Malcoom von Schantz, prófessor, segir að þrátt fyrir að það gagnist ekki að sofa lengur um helgar til að bæta upp svefnskort vikunnar þá eigi fólk að leyfa sér að sofa lengur ef það hefur tök á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg skýring hjá lögreglunni – Segir að rottur hafi étið mörg hundruð kíló af kannabis

Ótrúleg skýring hjá lögreglunni – Segir að rottur hafi étið mörg hundruð kíló af kannabis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þriðji rafmyntamilljarðamæringurinn látinn á skömmum tíma – Samsæriskenningar fá byr undir báða vængi

Þriðji rafmyntamilljarðamæringurinn látinn á skömmum tíma – Samsæriskenningar fá byr undir báða vængi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka fraus í hel þegar hún reyndi að ná markmiði sínu

Unglingsstúlka fraus í hel þegar hún reyndi að ná markmiði sínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegt morðmál – Líkhlutum skolaði upp á land – Búið að fjarlægja líffæri

Skelfilegt morðmál – Líkhlutum skolaði upp á land – Búið að fjarlægja líffæri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvað er í gangi? – Í annað sinn á skömmum tíma sem hann sýnir „mest elskaða barnið sitt“

Hvað er í gangi? – Í annað sinn á skömmum tíma sem hann sýnir „mest elskaða barnið sitt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telja að blanda ísbjarna og brúnbjarna muni ryðja sér til rúms

Telja að blanda ísbjarna og brúnbjarna muni ryðja sér til rúms
Pressan
Fyrir 5 dögum

Walt Disney kaupir eitt stærsta skemmtiferðaskip heims

Walt Disney kaupir eitt stærsta skemmtiferðaskip heims
Pressan
Fyrir 6 dögum

Helsjúkt loforð á brúðkaupsnótt átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar

Helsjúkt loforð á brúðkaupsnótt átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Á einum mánuði varð hann einn ríkasti maður heims

Á einum mánuði varð hann einn ríkasti maður heims