fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Fann minniskort úti á götu – Lögreglumenn fengu áfall þegar þeir sáu innihaldið

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 10. október 2019 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Var þetta sviðsett eða gerðist þetta í raun og veru. Þetta var ein fyrsta spurningin sem við þurftum að svara við rannsókn málsins,“ segir MJ Thim, talmaður lögreglunnar í Anchorage í Alaska.

Óhætt er að segja að rannsóknardeild lögreglunnar þar í borg hafi haft í nógu að snúast undanfarna daga eftir að minniskort með óhugnanlegu innihaldi rataði á borð lögreglu.

Það var þann 30. september síðastliðinn að kona, sem var á gangi úti á götu í Anchorage, rak augun í umrætt minniskort þar sem það lá eins og hvert annað rusl úti á götu. Á minniskortinu var stutt setning sem eflaust rennur konunni seint úr minni: „Homicide at midtown Marriott“ eða „Morð á Marriott í miðborginni“. Alaska Public Media greinir frá þessu.

Konan kom minniskortinu í hendur lögreglu sem skoðaði innihaldið. Á kortinu voru nokkur myndbönd og ljósmyndir sem sýndu mann berja og kyrkja konu í hótelherbergi. Á einu myndbandinu mátti einnig sjá mann vefja hreyfingarlausri konunni inn í teppi áður en henni var komið fyrir í skotti bifreiðar.

Innihaldið kom lögreglumönnum svo á óvart að í fyrstu lék vafi á hvort myndböndin og myndirnar hefðu verið sviðsettar. Á þessum tímapunkti hafði lögreglu ekki borist tilkynning um alvarlega líkamsárás eða morð, en það átti eftir að breytast.

Tveimur dögum eftir að lögregla fékk minniskortið í hendurnar fannst kvenmannslík í borginni. Lögregla vissi ekki nánari deili á konunni en öll ummerki bentu til þess að um sömu konu væri að ræða og sást í myndbandinu. Lögregla hefur lagt nótt við dag við rannsókn málsins og á blaðamannafundi í gær var tilkynnt að lögregla hefði handtekið og ákært 48 ára karlmann sem grunaður er um morðið.

Maðurinn sem um ræðir heitir Brian Steven Smith og er af suðurafrísku bergi brotinn en hefur verið búsettur í Anchorage um nokkurt skeið. Eftir að hafa skoðað hin óhugnanlegu myndbönd ofan í kjölinn könnuðust einhverjir lögreglumenn við hann vegna annarra mála. Þá á hann samskonar bifreið og sást í einu af myndböndunum.

Lögregla telur að morðið hafi verið framið í byrjun septembermánaðar á TownePlace Suites by Marriott, hóteli í Anchorage. Ekki liggur fyrir hvernig Brian glataði minniskortinu eða hvort hann hafi haft einhver tengsl við fórnarlambið. Hann er nú í haldi lögreglu og hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?