fbpx
Sunnudagur 16.júní 2024
Pressan

Nostalgía níunda áratugarins – Mest selda tölvan kemur aftur á markaðinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 20:30

Commodore-64. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hafa nútímalegar útgáfur af gömlum leikjatölvun notið töluverðra vinsælda og nú er röðin komin að hinni goðsagnakenndu Commodore 64. Hún seldist í 17 milljónum eintaka á níunda áratugnum og nú er hún að koma aftur á markaðinn.

Hún var stundum nefnd „brauðkassinn“ vegna útlits hennar. Þetta er 8 bita tölva til heimilisnota og naut hún gríðarlegra vinsælda á níunda áratugnum. Hún var mikið notuð við einföld skrifstofustörf og fyrir frekar einfalda (að minnsta kosti á nútímamælikvarða) tölvuleiki.

Minni hennar takmarkaðist við 64 kb en það er á við langan tölvupóst í dag. Tölvan var seld á 595 dollara á sínum tíma. CNN Business skýrir frá þessu.

Nýja útgáfan er fullkomnari útgáfa af „míniútgáfu“ af henni sem kom á markaðinn á síðasta ári. Í nýju útgáfunni er lyklaborð í fullri stærð og að sjálfsögðu með útliti sem hæfir níunda áratugnum. Klassískur stýripinni fylgir með og vel valdir leikir, þar á meðal Speedball og Cyberdyne Warrior.

Sala hefst í desember og mun stykkið kosta tæplega 200 dollara.

Commodore 64 er mest selda tölva allra tíma samkvæmt skráningu heimsmetabókar Guiness.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögðu hald á rúm tvö tonn af kókaíni eftir skotbardaga á hafi úti

Lögðu hald á rúm tvö tonn af kókaíni eftir skotbardaga á hafi úti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eldri læknir ákærður – „Guð minn góður, hvað þú ert með falleg brjóst“

Eldri læknir ákærður – „Guð minn góður, hvað þú ert með falleg brjóst“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrum sekúndum eftir að þessi mynd var tekin átti hræðilegur atburður sér stað

Nokkrum sekúndum eftir að þessi mynd var tekin átti hræðilegur atburður sér stað
Pressan
Fyrir 3 dögum

71 árs Legoþjófur handtekinn – Stal rúmlega 2.800 kössum af sjaldgæfu og dýru Lego

71 árs Legoþjófur handtekinn – Stal rúmlega 2.800 kössum af sjaldgæfu og dýru Lego
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfélag veitir konum tækifæri til að velja sæti við hlið annarra kvenna

Flugfélag veitir konum tækifæri til að velja sæti við hlið annarra kvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja rannsókn á einu dularfyllsta morðmáli Evrópu á nýjan leik

Hefja rannsókn á einu dularfyllsta morðmáli Evrópu á nýjan leik