fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Google hefst handa við að eyða staðsetningarupplýsingum notenda

Pressan
Sunnudaginn 16. júní 2024 13:30

Google Maps. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Google er nú að hefjast handa við að eyða staðsetningarupplýsingum notenda sinna. Fyrirtækið hefur heitið að gera þetta vegna áhyggna notenda af vörslu þessara upplýsinga sem eru óneitanlega upplýsingar sem teljast persónulegar.

The Guardian segir að Google muni eyða öllum upplýsingum um þá staði sem notendur þjónustu fyrirtækisins hafa heimsótt. Fyrir ári síðan hét fyrirtækið að draga úr því magni persónulegra upplýsinga notenda, sem það geymir.

„Timeline“ fyrirtækisins, sem hét áður „Location History“ verður enn í boði fyrir þá sem vilja og geta þeir þannig skoðað hvar þeir voru á ákveðnum tíma. En öll gögn varðandi þetta verða vistuð í símum eða tölvum notendanna sjálfra, ekki á netþjónum Google.

Í tölvupósti sem Google sendi notendum Maps, segir að þeir hafi frest til 1. desember næstkomandi til að vista staðsetningarupplýsingar sínar. Eftir það verður þeim eytt fyrir fullt og allt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést