fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Pyntuðu mann til dauða – Dæmdar í ævilangt fangelsi

Pressan
Laugardaginn 15. júní 2024 20:00

Stephen Koszyczarski. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zoe Rider og Nicola Lethbridge voru í síðustu viku dæmdar í ævilangt fangelsi, fyrir að hafa í sameiningu ráðist á hinn sextuga Stephen Koczyczarski á heimili hans í Sheffield á síðasta ári. Þær veittu honum 22 áverka eftir að hafa ranglega sakað hann um að vera barnaníðingur. Þær eiga í fyrsta lagi möguleika á reynslulausn eftir 26 ár.

Zoe er 36 ára og Nicola er 45 ára. Stephen var nágranni þeirra. Sky News segir að fyrir dómi hafi komið fram að þær hafi tekið árásina á hann upp.

Þær rændu hann og skildu hann eftir blæðandi úr andliti, höfði og líkama. Hann lést af völdum áverka sinna tveimur dögum síðar.

Auk ævilanga fangelsisins fyrir morðið á Stephen voru þær dæmdar í 13 ára fangelsi fyrir rán.

Við dómsuppkvaðninguna sagði dómarinn að þær hafi greinilega verið undir áhrifum eiturlyfja og líklega áfengis þegar þær réðust á Stephen. Það leiki enginn vafi á að þær hafi farið inn til Stephen til að ræna hann til að geta fjármagnað fíkniefnaneyslu sína.

Þær hafi í sameiningu veist að honum á hrottalegan hátt og miskunnarlausan hátt. Hafi berað kynfæri hans, hótað að limlesta hann og hrópað ókvæðisorð að honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum