fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

„Sverðsblaðið var enn beitt“ – Fann sverð og öxi frá bronsöld

Pressan
Sunnudaginn 16. júní 2024 15:30

Sverðið hefur vakið mikla athygli. Mynd:Dorset Museum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Belgrove gerði magnaðan fund eftir að hann varð viðskila við félaga sína þegar þeir voru að leita að fjársjóðum með málmleitartækjum í Dorset á suðvestanverðu Englandi.

The Guardian segir að John hafi gengið upp á hæð í leit að félögum sínum. Skyndilega hafi málmleitartæki hans farið að væla. „Það var greinilegt að það var málmur þarna, en ég hélt að það væri bara gömul niðursuðudós eða eitthvað álíka,“ sagði John í samtali við The Guardina.

Hann gróf um 20 cm áður en hann fann undarlega lagaðan hlut sem lá í kalki. Þetta reyndist vera 61 cm langt sverð sem var brotið í þrjá hluta, líklega vísvitandi. Skeftið var að sögn John „einstakt“ en það var skorið út til að líkjast viði. Þetta er eitt af þremur þekktum sverðum af þessari tegund sem fundist hafa á Bretlandseyjum.

Hann gróf lengra niður og fann öxi og armband.

John sagðist hafa áttað sig á að þetta væru hlutir frá bronsöld. „Sverðsblaðið var enn beitt,“ sagði hann.

Munirnir eru nú í vörslu Dorset Museum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum