fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fréttir

Ný stórhættuleg hegðun hundaeigenda – „Hef séð tvo hunda drepast vegna svona útivistarhreyfingar“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 15. júní 2024 18:20

Sigga segist hafa tekið eftir þessu hjá fullfrísku fólki. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundaeigandi að nafni Sigga Bech Klörudóttir greinir frá því að hún hafi tekið eftir hættulegri nýrri hegðun hjá hundaeigendum undanfarnar vikur. Það er að fólk keyri og láti hundana sína hlaupa á eftir bílnum.

Sigga greinir frá þessu í færslu í grúbbunni Hundasamfélaginu á Facebook og hefur færslan skapað miklar umræður.

„Ég hef tekið eftir því undanfarnar vikur að fullfrískt fólk sem á hunda er að láta þá hlaupa á eftir bílunum sínum til að hreyfa þá um vegi dalana hér við Reykjavík,“ segir Sigga. „Engin tenging, bara stress og áhætta að hundarnir verði fyrir bíl.“

Og það hefur einmitt gerst.

„Hef oftar en einu sinni þurft að stöðva bílinn þar sem eigandi brunar fram hjá og á eftir honum, 100 metrum síðar skjótast hundar upp á veginn,“ segir hún. „Hef séð tvo hunda drepast vegna svona útivistarhreyfingar.“

Sigga gengur mikið um óbyggðirnar í kringum Reykjavík með hundana sína. Hún segist elska félagsskapinn og elska að ganga úti í náttúrunni með þeim. Hún spyr hvers vegna fólk sé að fá sér hund. Hvers vegna að fá sér hund ef viðkomandi nennir ekki að vera með þeim úti í náttúrunni. Þetta sé bæði tengingarlaus og stressandi hreyfing fyrir hundinn.

Hræddur um að verða skilinn eftir

Eins og áður segir hafa miklar umræður spunnist um færsluna. Flestir eru sammála Siggu um að þetta sé slæm hegðun og hættuleg, bæði gagnvart hundunum en einnig gagnvart öðrum vegfarendum.

Ein kona nefnir að þetta sé líka slæmt uppeldi fyrir hundinn. Það er að hann verði hræddur við að verða skilinn eftir.

„Og svo heldur fólk í alvöru að hundinum finnist þetta gaman.. ég get alveg sagt ykkur það að ef ég myndi gera svona við minn hund myndi hann líka hlaupa á eftir bílnum, skíthræddur um að ég sé að skilja hann eftir,“ segir hún.

Aðstæður misjafnar

Sumir netverjar hafa þó skilning á því að fólk hafi mismikinn tíma til að sinna hundum sínum. Langar lausagöngur séu ekki á færi allra alla daga.

„Mikið vildi ég að fólki stæði til boða að kenna hundi á hlaupabretti fyrir hunda, eða komast í hundasundlaug, eða að beituhlaup væri aðgengilegra,“ segir ein kona.

„Sumir geta ekki gengið með hundunum sínum en vilja samt að þeir fái hreyfingu svo sumir þurfa að gera þetta svona,“ segir einn maður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn lítillega slasaður eftir sprengingu í Leifsstöð

Einn lítillega slasaður eftir sprengingu í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Köngulóartegund nefnd eftir frú Vigdísi – „Deilir glæsileika og kænsku forsetans“

Köngulóartegund nefnd eftir frú Vigdísi – „Deilir glæsileika og kænsku forsetans“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásin á íslensku fjölskylduna á Krít tilefnislaus – Fjölskyldufaðirinn þarf að fara í aðgerð en einn árásarmaðurinn fundinn

Árásin á íslensku fjölskylduna á Krít tilefnislaus – Fjölskyldufaðirinn þarf að fara í aðgerð en einn árásarmaðurinn fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krispy Kreme kleinuhringirnir sáust aftur á Íslandi – Nú í Costco

Krispy Kreme kleinuhringirnir sáust aftur á Íslandi – Nú í Costco