fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Mannkynið tamdi ekki hesta fyrr en fyrir 4.200 árum – Mun síðar en áður var talið

Pressan
Sunnudaginn 16. júní 2024 07:30

Mynd: Valli. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á DNA úr fornum hestum sýnir að mannkynið tamdi hesta um 1.000 árum síðar en áður var talið, eða fyrir 4.200 árum.

Hestar voru tamdir og byrjað að halda þá sem húsdýr vegna kjötsins og mjólkurinnar og síðar var farið að nota þá sem samgöngutæki.

Live Science skýrir frá þessu og segir að rannsóknin þvingi vísindamenn til að endurhugsa kenningar um hvernig bæði menn og hestar komu til Miðevrópu.

Hestar gjörbreyttu sögu mannkynsins vegna getu þeirra til að ferðast langar vegalengdir og bera þungan farm og knapa. Þetta gerði mönnum kleift að breiða hratt úr sér um heiminn og taka mat og útbúnað með sér.

Rannsókn, sem var gerð á síðasta ári, á beinagrindum frá Yamnaya samfélaginu sýndi að hestar hafi verið teknir sem húsdýr einhvern tímann á tímabilinu frá 3300 til 3000 fyrir Krist.

En ný rannsókn á erfðamengi 475 hesta bendir til að ekki sé rétt að fjöldi hesta hafi fylgt fólki þegar það breiddi úr sér í Evrópu fyrir mörg þúsund árum. Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature, kemur fram að breytingar á erfðamengi taminna hesta bendi til að byrjað hafi verið að halda hesta sem húsdýr í kringum 2200 fyrir Krist, árþúsundi síðar en áður var talið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum