fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 05:59

Paterson er nýfundni gígurinn. Mynd:Cindy Starr/NASA/Charlotte Price Persson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok síðasta árs kynnti alþjóðlegur hópur vísindamanna gögn sem sýna að risastór gígur er undir Grænlandsjökli. Gígurinn er 31 km breiður og myndaðist líklegast við árestkur jarðarinnar og risastórs loftsteins. Loftsteinninn var enginn smásmíði því hann hefur verið um 12 milljarðar tonna og aflið sem leystist úr læðingi við áreksturinn svaraði til 47 milljóna Hiroshima-kjarnorkusprengja. Vísindamenn telja að þessi árekstur hafi haft mikið að segja um endalok ísaldar.

Nú hafa vísindamenn kynnt gögn sem benda til að annar risastór gígur sé undir Grænlandsjökli og sé sá enn stærri en sá sem fyrr var getið. Hann gæti einnig hafa myndast á síðustu ísöld.

Nýja rannsóknin hefur verið birt í tímaritinu Geophysial Research Letters.

„Ef útreikningar okkar eru réttir þá er þetta alveg ótrúlegt. Þá hafa tveir risastórir loftsteinar komið inn í gufuhvolfið á svipuðum tíma og ekki fjarri hvor öðrum. Við erum þá að tala um tíma þar sem menn lifðu einnig á jörðinni.“

Segir Kurt H. Kjær, prófessor og einn höfunda rannsóknarinnar, um þessa uppgötvun.

Hann notar orðið „ef“ um útreikningana og í grein sinni settu vísindamennirnir spurningamerki á eftir titli hennar sem er: „’A second large subglacial impact crater in northwest Greenland?

Ástæðan er að það hefur ekki verið hægt að taka jarðvegssýni af þessum nýja gíg eins og hinum því hann er svo langt og djúpt undir Grænlandsjökli.

Videnskab.dk hefur eftir Kjær að hann sé ekki alveg viss um að nýja „holan“ sé í raun gígur eftir loftstein en hann sagðist aðeins vera 60% viss um að svo sé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?