fbpx
Laugardagur 24.september 2022

Grænland

Nyrsta eyja heims reyndist ekki vera eyja þegar allt kom til alls

Nyrsta eyja heims reyndist ekki vera eyja þegar allt kom til alls

Pressan
Fyrir 5 dögum

Á síðasta ári fundu danskir og svissneskir vísindamenn það sem þeir töldu vera nyrstu eyju heims. Hún fékk nafnið Qeqertaq Avannarleq sem þýðir einfaldlega „Nyrsta eyjan“. En nú er komið í ljós að „eyjan“ er ekki eyja. Qeqertaq Avannarleq er ísjaki. Videnskab.dk skýrir frá þessu. Það var í leiðangrinum Leister Go North í síðasta mánuði sem í ljós kom að um ísjaka er að ræða. Í Lesa meira

Fjölfötluð kona ól skyndilega barn – Getur hvorki talað né gengið

Fjölfötluð kona ól skyndilega barn – Getur hvorki talað né gengið

Fréttir
Fyrir 1 viku

Fyrir rúmri viku ól 23 ára fjölfötluð kona, sem getur ekki talað né gengið, barn. Konan býr á Ivaaraq, sem er heimili fyrir fatlaða, í Qaqortoq á Grænlandi. Móðir konunnar vissi ekki að hún væri barnshafandi fyrr en hún hafði alið barnið. Nú hefur stofnunin verið kærð til lögreglunnar enda ljóst að konan var nauðgað. Lesa meira

Milljarðamæringar fjármagna „fjársjóðsleit“ á Grænlandi

Milljarðamæringar fjármagna „fjársjóðsleit“ á Grænlandi

Pressan
10.08.2022

Nokkrir af ríkustu mönnum heims koma að fjármögnun á umfangsmikilli leit á Grænlandi. Markmiðið er að finna hráefni sem geta komið að gagni við orkuskiptin, skipti yfir í umhverfisvæna orkugjafa. Grænlandsjökull bráðnar og hnattræn hlýnun er að eiga sér stað. Þetta er mörgum mikið áhyggjuefni. Nú hafa nokkrir af ríkustu mönnum heims sett fjármagn í Lesa meira

Trúðu varla eigin augum – Grænlandshákarl birtist við Belís

Trúðu varla eigin augum – Grænlandshákarl birtist við Belís

Pressan
06.08.2022

Heimkynni Grænlandshákarls eru við Grænland og Ísland. Það er því ekki að furða að vísindamönnum hafi brugðið þegar þeir fundu einn slíkan við kóralrif við strönd Belís í Karíbahafinu. CNN segir að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem grænlandshákarl sást vesturhluta Karíbahafsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Florida International University (FIU). Devanshi Kasana, doktorsnemi við FIU, Lesa meira

Grænland – Sakfelldur fyrir að kæfa 11 ára stúlku í snjó

Grænland – Sakfelldur fyrir að kæfa 11 ára stúlku í snjó

Pressan
10.12.2021

Dómstóll í Qaasuitsup á Grænlandi dæmdi í gær 28 ára karlmann til átta ára vistunar á réttargeðdeild fyrir að hafa orðið 11 ára stúlku að bana í Aasiaat sem er á vestanverðu Grænlandi. Hann réðst á stúlkuna í nóvember á síðasta ári, tók um háls hennar og lagðist ofan á hana þannig að andlit hennar þrýstist ofan í snjó. Lesa meira

Fundu steingerving risaeðlu á Grænlandi

Fundu steingerving risaeðlu á Grænlandi

Pressan
20.11.2021

Áður óþekkt risaeðlutegund hefur uppgötvast á Grænlandi. Það var árið 1994 sem alþjóðlegur hópur vísindamanna vann að rannsóknum á steingervingum í austurhluta landsins. En það er núna fyrst sem niðurstaða enn ítarlegri rannsókna á steingervingunum liggur fyrir. Þær leiddu í ljós að steingervingur risaeðlu er ekki af risaeðlu af tegundinni Plateosaurur eins og áður var haldið. Það Lesa meira

Frystivörurnar í Álaborg reyndust ansi sérstakar

Frystivörurnar í Álaborg reyndust ansi sérstakar

Pressan
28.10.2021

Fyrr í mánuðinum vöktu nokkur bretti með frystivörum athygli danskra tollvarða. Brettin komu til Grønlandshavnen í Álaborg. Samkvæmt farmskjölum var aðeins um venjulegar frystivörur að ræða á brettunum en skoðun tollvarða leiddi allt annað í ljós. Á brettunum hafði 7,7 milljónum danskra króna, í reiðufé, verið komið vel fyrir innan um frystivörurnar. Í tilkynningu frá tollgæslunni segir að Lesa meira

Rússar fara á fjörurnar við Grænlendinga – Vilja samstarf um fiskveiðar

Rússar fara á fjörurnar við Grænlendinga – Vilja samstarf um fiskveiðar

Pressan
25.10.2021

Mörg ríki hafa áhuga á Grænlandi þessa dagana vegna legu landsins og hinna auðugu náttúruauðlinda. Skemmst er að minnast þess að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, vildi gjarnan kaupa þessa stærstu eyju heims. Því tóku bæði Danir og Grænlendingar fálega. En Rússar hafa einnig áhuga á Grænlandi og hafa sýnt mikinn áhuga á auknu samstarfi ríkjanna hvað Lesa meira

Telja sig nærri því að vita af hverjum líkamshlutarnir eru sem fundust í sorpbrennslunni í Ilulissat

Telja sig nærri því að vita af hverjum líkamshlutarnir eru sem fundust í sorpbrennslunni í Ilulissat

Pressan
08.10.2021

Um síðustu helgi fannst hluti af líki í sorpbrennslunni í Ilulissat á Grænlandi og á þriðjudaginn fannst annar líkamshluti. Málið hefur að vonum vakið mikla athygli á Grænlandi og víðar og íbúum í Ilulissat, þar sem um 4.500 manns búa, stendur ekki á sama. Nú segist lögreglan telja sig vita af hverjum líkamshlutarnir eru. Fullvíst er talið að Lesa meira

Morðgátan á Grænlandi vindur enn upp á sig – Fundu annan líkamshluta

Morðgátan á Grænlandi vindur enn upp á sig – Fundu annan líkamshluta

Pressan
06.10.2021

Um helgina fannst líkamshluti í sorpbrennslunni í Illulisssat á Grænlandi. Síðan hefur mikil vinna lögreglunnar staðið yfir á vettvangi og í gær fannst annar líkamshluti í sorpbrennslunni. Grænlenska lögreglan hefur óskað eftir aðstoð frá Danmörku og koma rannsóknarlögreglumenn, tæknirannsóknarmenn og réttarmeinafræðingar frá Danmörku til bæjarins í dag, í allt fimm manns. Jan Lambertsen, yfirmaður rannsóknardeildar grænlensku lögreglunnar, sagði Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af