fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Pressan

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Pressan
Föstudaginn 4. júlí 2025 03:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Free wifi“ (ókeypis nettenging) hljómar vel en það getur fylgt því hætta að nota slíkar tengingar. Margir notfæra sér þær þegar þeir eru í fríi, til dæmis á veitingahúsum og hótelum, en þetta er ekki hættulaust og getur reynst dýrt þegar upp er staðið.

Dönsku verkfræðingasamtökin IDA benda á þetta og vísa í rannsókn sem Norstat gerði.

Opnar nettengingar geta krafið notendur um ákveðnar upplýsingar og þessar upplýsingar geta endað í höndum svikahrappa.

Tölvuþrjótar eiga ekki í erfiðleikum með að búa til opna nettengingu, sem lítur út fyrir að tilheyra hóteli eða veitingahúsi, og komast þannig yfir upplýsingar um notendanöfn og aðgangsorð fólks.

Það sem átti að vera ókeypis nettenging getur því endað með að verða ansi dýrkeypt.

IDA ráðleggur fólki að slökkva á „wifi“ þegar það er í fríi og til að uppfæra öll forrit og ganga úr skugga um að vírusvarnarforriti hafi verið sett upp.

Samtökin benda á að það sé auðvitað ekkert rangt við að vera í netsambandi í fríinu en fólk þurfi að hafa í huga að „free wifi“ sé ekki alltaf það sem látið er í veðri vaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó