fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024

Grænlandsjökull

Grænlandsjökull bráðnar hratt

Grænlandsjökull bráðnar hratt

Pressan
27.11.2022

Ísinn á norðaustanverðu Grænlandi bráðnar sex sinnum hraðar en áður var talið. Ástæðan er hækkandi hitastig vegna loftslagsbreytinganna. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að fyrri rannsóknir hafa vanmetið hversu mikill ís mun bráðna á þessari öld. Fyrir næstu aldamót mun stóri norðausturgrænlenski ísstraumurinn hafa misst sex sinnum meiri ís en fyrri útreikningar sýndu. Danska ríkisútvarpið hefur Lesa meira

Óhjákvæmilegt að yfirborð sjávar hækki um 27 cm

Óhjákvæmilegt að yfirborð sjávar hækki um 27 cm

Pressan
03.09.2022

Algjörlega óháð því hvað við gerum þá mun Grænlandsjökull bráðna með þeim afleiðingum að yfirborð heimshafanna mun hækka um 27 cm. Ef allt fer á versta veg mun yfirborð heimshafanna hækka enn meira. Þetta segja sérfræðingar. The Guardian skýrir frá þessu og segir að Grænlandsjökull muni bráðna eða 110 milljarðar tonna af ís. Vatnið rennur til sjávar Lesa meira

Söguleg tíðindi – Rigning á toppi Grænlandsjökuls í fyrsta sinn síðan mælingar hófust

Söguleg tíðindi – Rigning á toppi Grænlandsjökuls í fyrsta sinn síðan mælingar hófust

Pressan
28.08.2021

Allt frá 1987 hefur danska veðurstofan DMI verið með veðurstöð, sem heitir Summit, á toppi Grænlandsjökuls, í um 3.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar er að vonum mjög kalt og það snjóar oft, eða þannig var það allt þar til fyrr í mánuðinum. Þá rigndi nefnilega við veðurstöðina og var það í fyrsta sinn sem það gerðist síðan Lesa meira

Söguleg uppgötvun undir Grænlandsjökli

Söguleg uppgötvun undir Grænlandsjökli

Pressan
21.03.2021

Í fyrsta sinn í sögunni hafa vísindamenn fundið plöntusteingervinga undir Grænlandsjökli. Þetta er að þeirra mati ávísun á bjarta framtíð jökulsins. Í fréttatilkynningu frá Kaupmannahafnarháskóla segir að þessi uppgötvun geti sagt okkur eitt og annað um loftslagið á Grænlandi áður fyrr og veitt vísbendingu um hvernig framtíð jökulsins lítur út. Jótlandspósturinn hefur eftir Dorthe Dahl–Jensen, sem kom Lesa meira

Síðbúið grænlenskt kuldamet – Mesta frost sem mælst hefur á norðurhveli jarðar

Síðbúið grænlenskt kuldamet – Mesta frost sem mælst hefur á norðurhveli jarðar

Pressan
25.09.2020

Nýleg yfirferð á rannsóknargögnum sýnir að þann 22. desember 1991 mældist 69,6 gráðu frost á Grænlandi. Þetta þýðir að Grænlendingar geta nú stært sig af mesta frosti sem mælst hefur á norðurhveli jarðar. Alþjóða veðurfræðisstofnunin WMO hefur staðfest mælinguna. Mælingin var gerð í 3.105 metra hæð á miðjum Grænlandsjökli, nærri hæsta punkti hans. Enginn veitti þessari mælingu athygli Lesa meira

Ekki verður hægt að stöðva bráðnun Grænlandsjökuls

Ekki verður hægt að stöðva bráðnun Grænlandsjökuls

Pressan
15.08.2020

Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Ohio State University benda til að bráðnun Grænlandsjökuls hafi náð því stigi að ekki sé lengur hægt að stöðva hana og því verði ekki aftur snúið. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að frá Grænlandsjökli renni rúmlega 280 milljarðar rúmmetra af bráðnandi ís út í sjóinn árlega. Jökullinn á stærstan hlut í að sjávarborð fer Lesa meira

Mikið áhyggjuefni – Grænlandsjökull bráðnar sex sinnum hraðar en 1980

Mikið áhyggjuefni – Grænlandsjökull bráðnar sex sinnum hraðar en 1980

Pressan
23.04.2019

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að Grænlandsjökull bráðnar nú sex sinnum hraðar en í upphafi níunda áratugarins. Í rannsókninni, sem er alþjóðleg, var reiknað út það magn af ís sem hefur bráðnað á Grænlandi síðan 1972 en það ár var byrjað að taka myndir af landinu með Landsat-gervihnöttum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í gær í vísindaritinu Lesa meira

Vísindamönnum er brugðið – Áttu ekki von á þessu á Grænlandsjökli að vetrarlagi

Vísindamönnum er brugðið – Áttu ekki von á þessu á Grænlandsjökli að vetrarlagi

Pressan
11.03.2019

Ný rannsókn á Grænlandsjökli hefur leitt í ljós að þar rignir mikið, meira en talið var og það á veturna. Rigning verður sífellt algengari á Grænlandi en það þýðir að ísinn bráðnar hraðar. Þetta er niðurstaða rannsóknarinnar. BBC hefur eftir vísindamönnunum, sem gerðu rannsóknina, að þeir séu hissa á að það rigni jafnvel á jöklinum Lesa meira

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Pressan
14.02.2019

Í lok síðasta árs kynnti alþjóðlegur hópur vísindamanna gögn sem sýna að risastór gígur er undir Grænlandsjökli. Gígurinn er 31 km breiður og myndaðist líklegast við árestkur jarðarinnar og risastórs loftsteins. Loftsteinninn var enginn smásmíði því hann hefur verið um 12 milljarðar tonna og aflið sem leystist úr læðingi við áreksturinn svaraði til 47 milljóna Lesa meira

Segir Grænlandsjökul vera dauðadæmdan

Segir Grænlandsjökul vera dauðadæmdan

Pressan
12.12.2018

Það skiptir engu máli þótt mannkynið hætti að losa CO2 út í andrúmsloftið og standi við markmið Parísarsáttmálans um losun gróðurhúsalofttegunda. Grænlandsjökull mun samt sem áður bráðna, spurningin er bara hversu hratt. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Jason Box jöklafræðingur og prófessor, sem vann að rannsókninni, segir að Grænlandsjökull sé í raun dauðadæmdur, hann muni Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Allir mættu nema Mbappe