fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Tannlæknir varð „13 ára“ pilti að falli

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. janúar 2019 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann sagðist vera 13 ára gamall og stóð fastur á því. En hvað sem því líður situr hann nú í gæsluvarðhaldi og á væntanlega þungan dóm yfir höfði sér. Pilturinn er talinn hafa brotist inn í að minnsta kosti 50 einbýlishús á norðanverðu Sjálandi í Danmörku á undanförnum vikum. Það var tannlæknir sem varð honum að falli.

Pilturinn þverneitar þessum ásökunum og ef ekki væri fyrir orð tannlæknisins gengi hann laus því sakhæfisaldur í Danmörku er 15 ár og því hentugt að vera 13 ára og standa í afbrotum. En lögreglan var ekki sannfærð um að þessi ungi hælisleitandi frá Marokkó væri að segja satt til um aldur sinn þegar hann var staðinn glóðvolgur að verki við innbrot í einbýlishús í Allerød. Því var tannlæknir fenginn til að skoða tennur hans og aldursgreina piltinn út frá þeim.

Það er vel þekkt í Danmörku og víðar að hælisleitendur segi ósatt um aldur sinn og er þetta sérstaklega áberandi með hælisleitendur frá norðanverðri Afríku. BT hefur eftir talsmanni lögreglunnar þar á bæ upplifi menn þetta oft og stundum hiki menn ekki við að halda þessu fram þrátt fyrir að vera fúlskeggjaðir og jafnvel byrjaðir að fá skalla.

Pilturinn var handtekinn í október en var sleppt úr haldi eftir að tannlæknirinn hafði aflað nauðsynlegra gagna til að geta aldursgreint hann. Lögreglan taldi sig ekki geta haldið honum í varðhaldi á meðan ekki var búið að komast að annarri niðurstöðu en að hann væri 13 ára. pilturinn flúði yfir til Svíþjóðar um leið og hann var látinn laus. Danska lögreglan hafði þó uppi á honum nýlega í Svíþjóð og bað sænsk yfirvöld um heimild til að yfirheyra hann og kæra fyrir fjölda innbrota. Þessu var hafnað því sænsk yfirvöld töldu að pilturinn væri ekki orðinn 18 ára.

En á miðvikudag fyrir jól var pilturinn aftur gripinn glóðvolgur við innbrot í einbýlishús í Allerød og nú var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem tannlæknirinn hafði komist að þeirri niðurstöðu að hann sé 16 eða 17 ára en ekki 13 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Í gær

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli