fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Þessi einföldu orð eru lykillinn að góðu kynlífi

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Funheitur forleikur og eggjandi undirföt eru síður líkleg til að gera maka þinn ánægðan með kynlífið en að segja við hann réttu orðin. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nokkuð viðamikillar bandarískrar könnunar meðal 39 þúsund einstaklinga.

Að segja við maka þinn „ég elska þig“ meðan á kynlífi stendur eru hvað líklegast til að gera maka þinn ánægðan með kynlífið, samkvæmt niðurstöðunum. Könnunin var framkvæmd af vísindamönnum við Chapman University í Bandaríkjunum, en skoðuð voru svör 39 þúsund gagnkynhneigðra einstaklinga sem annað hvort voru giftir eða höfðu verið í sambandi í minnst þrjú ár. Meðalaldur kvenna sem tóku þátt í könnuninni var 40 ár en meðalaldur karlanna var 46 ár.

Niðurstöðurnar sýndu að þau pör sem tjá sig og hafa uppbyggileg samskipti meðan á kynlífi stendur voru líklegri til að verða ánægð með kynlífið. Meðal þess sem bætti kynlífið, að mati þeirra sem tóku þátt, voru hrósyrði frá makanum, til dæmis í sambandi við hvað hann gerði gott meðan á kynlífinu stóð. Þá bætti það kynlífið að tala um kynlíf við makann, til dæmis í gegnum smáskilaboð eða tölvupóst meðan á vinnu eða skóla stóð. En orðin „Ég elska þig“ meðan á kynlífi stóð voru líklegust til að tryggja gott kynlíf.

Fleira athyglisvert kom fram í niðurstöðunum. Þannig sögðust 83 prósent aðspurðra hafa verið ánægðir með kynlífið fyrstu sex mánuðina í sambandinu. Með tímanum minnkaði ánægja fólks og sögðust aðeins 43 prósent karla og 55 kvenna vera ánægð með kynlífið í sambandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku