fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Vilja setja viðvaranir á áfengi eins og gert er við tóbak

Hópur lækna í Bretlandi vill að viðvaranir í anda þeirra sem sjá má utan á tóbaksumbúðum verði settar utan á áfengi.

Pressan
Föstudaginn 26. janúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur lækna í Bretlandi vill að viðvaranir í anda þeirra sem sjá má utan á tóbaksumbúðum verði settar utan á áfengi. Myndi þá standa skýrum stöfum á hverri flösku eða dós að áfengi geti valdið skorpulifur, svefntruflunum og ristilkrabbameini, fyrir utan einfaldlega „áfengi drepur“.

Í nýrri skýrslu Konunglega heilbrigðisfélagsins kemur fram að aðeins 16% Breta vita af opinberum viðmiðum sem lúta að áfengisneyslu, aðeins 10% vissu að tengsl væru á milli áfengis og krabbameins og heil 80% gátu ekki áætlað hversu margar hitaeiningar væru í einu vínglasi.

Vilja læknarnir sem koma að skýrslunni að besta leiðin til að koma upplýsingum á framfæri sé með merkingum á áfengisumbúðum, samskonar og finna má á sígarettupökkum og öðrum umbúðum sem innihalda tóbak.

Er stungið upp á að nota litakerfi í takt við opinberu viðmiðun sem gefur til kynna hversu mikið magn af áfengi er í flöskunni eða dósinni. Grænt ljós yrði á léttum bjór, gult á léttvíni og rautt á sterku áfengi.

Í skýrslunni er einnig stungið upp á að hafa kalóríufjöldann áberandi, er bent á rannsókn þar sem kom fram að sala minnkaði um 10 til 20% þegar hitaeiningafjöldinn sást þegar varan var í búðarhillu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“