fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Matur

Matseðill vikunnar: Fyrir þá sem vita ekkert hvað á að hafa í matinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 18. febrúar 2019 12:30

Girnilegur vikumatseðill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur vika gengin í garð og við á matarvefnum fögnum því, enda elskum við að bjóða lesendum upp á girnilegar uppskriftir fyrir hvern virka dag vikunnar.

Mánudagur – Lax í paprikusósu

Uppskrift af Cooktoria

Hráefni:

2 laxaflök með roði
salt og pipar
1 msk. ólífuolía
1 msk. smjör
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
115 g steikt, rauð paprika, skorin í bita
4 bollar spínat
½ bolli rjómi
¼ bolli parmesan ostur, rifinn
¼ tsk. chili flögur
¼ bolli steinselja, söxuð

Aðferð:

Saltið og piprið laxaflökin. Hitið olíuna í meðalstórri pönnu yfir meðalhita. Steikið laxinn í fimm mínútur á hvorri hlið en byrjið á roðlausu hliðinni. Takið úr pönnunni og setjið til hliðar. Setjið smjör og hvítlauk á sömu pönnu og eldið í 1 mínútu. Bætið papriku út í og eldið í 2 mínútur til viðbótar. Bætið spínati út í og eldið þar til það fölnar. Lækkið hitann, bætið rjóma, parmesan, chili flögum, salti og pipar út í og hrærið. Náið upp suðu. Setjið lax aftur í pönnuna og notið skeið til að ausa sósunni yfir laxinn. Berið fram með pasta, hrísgrjónum eða grænmeti.

Lax í paprikusósu.

Þriðjudagur – Grænmetislasagna

Uppskrift af Life Currents Blog

Grænmeti – Hráefni:

2 msk. ólífuolía
1 laukur, smátt saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 gulrætur, saxaðar
1 rauð paprika, smátt söxuð
450 g kúrbítur, grófsaxaður
1 bolli sveppir, skornir í sneiðar
1 dós maukaðir tómatar
¼ bolli svartar ólífur, smátt saxaðar
1 bolli ferskt basil, saxað

Hvít sósa – Hráefni:

2 msk. smjör
2 msk. hveiti
2¾ bolli nýmjólk
½ tsk. salt
smá pipar

Önnur hráefni:

225 g rifinn ostur
225 g rifinn cheddar ostur
¼ bolli rifinn parmesan ostur
9 lasagna plötur
225 g kostasæla

Aðferð:

Byrjum á grænmetinu. Hitið 2 teskeiðar af olíu í stórum potti yfir meðalhita. Bætið lauk saman við og brúnið í um 20 mínútur. Bætið hvítlauk og gulrótum saman við og steikið í 3 mínútur til viðbótar. Setjið laukblönduna í stóra skál og setjið til hliðar. Þurrkið úr pottinum og hitið 2 teskeiðar af olíu í sama potti yfir meðalhita. Setjið papriku í pottinn og steikið í 3 mínútur. Bætið papriku í skálina með laukblöndunni og þurrkið úr pottinum. Hitið restina af olíunni í sama potti. Bætið kúrbít út í og eldið í 5 mínútur. Bætið sveppum saman við og eldið í 3 mínútur. Setjið allt grænmetið aftur í pottinn með kúrbítnum og sveppunum. Bætið maukuðum tómötum og svörtum ólífum saman við og náið upp suðu. Setjið lok á pottinn og látið malla í korter. Hrærið basil saman við.

Búið til hvítu sósuna á meðan að grænmetið sýður. Bræðið smjörið í meðalstórri pönnu yfir meðalhita. Blandið hveiti saman við og þeytið í 2 mínútur. Hrærið mjólk varlega saman við og hitið yfir meðalhita. Þegar blandan byrjar að malla lækkið þið hitann og þeytið í 10 til 15 mínútur þar til sósan þykknar. Saltið og piprið.

Blandið öllum ostum saman í skál. Hitið ofninn í 190°C og smyrjið stórt eldfast mót. Dreifið ½ bolla af grænmetisblöndunni í botninn. Leggið 3 núðlur yfir. Dreifið helmingnum af restinni af grænmetinu yfir. Hellið 1/3 af hvítu sósunni yfir grænmetið. Stráið með helmingnum af ostablöndunni. Toppið helmingnum af kotasælunni. Setjið 3 núðlur yfir. Dreifið helmingnum af grænmetinu yfir, síðan helmingnum af hvítu sósunni og restinni af ostablöndunni. Toppið með restinni af kotasælunni, 3 núðlum, restinni af hvítu sósunni og smá parmesan. Bakið í um hálftíma. Leyfið þessu að standa við stofuhita í um 10 mínútur áður en það er borið fram.

Grænmetislasagna.

Miðvikudagur – Rjómalagaður kjúklingaréttur

Uppskrift af Delish

Hráefni:

3 kjúklingabringur
salt og pipar
1/3 bolli hveiti
2 msk. ólífuolía
4 msk. smjör
225 g sveppir, skornir í sneiðar
½ laukur, smátt saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
¼ bolli hvítvín
¼ bolli kjúklingasoð
safi úr 1 sítrónu
¼ bolli rjómi
fersk steinselja, til að skreyta með

Aðferð:

Setijð hveiti í grunna skál. Þerrið kjúklinginn og skerið hverja bringu í tvo hluta. Kryddi með salti og pipar og dýfið síðan í hveitið. Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið kjúklingi út íg og steikið í um 3 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnu og setjið til hliðar. Lækkið hitann. Setjið smjör, lauk og sveppi í pönnuna og eldið í 8 mínútur. Hrærið reglulega í blöndunni. Bætið hvítlauk saman við og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Blandið hvítvíni, soði og sítrónusafa saman við og saltið og piprið. Látið malla þar til sósan þykknar, eða í um 3 mínútur. Blandið rjóma saman við. Setjið kjúkling aftur í pönnuna og notið skeið til að ausa sósunni yfir kjúklinginn. Skreytið með steinselju og berið fram.

Rjómalagaður kjúklingaréttur.

Fimmtudagur – Einföld tómatsúpa

Uppskrift af Simply Stacie

Hráefni:

1 dós maukaðir tómatar
284 ml tómatsúpa
284 ml nautasoð
1 bolli vatn
1 laukur, saxaður
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 bolli ósoðnar pastaskrúfur
½ tsk. basil
½ tsk. ítalskt krydd
2 bollar spínat, saxað

Aðferð:

Setjið öll hráefnin í stóran pott og náið upp suðu. Setjið lok á pottinn og látið malla á meðalhita í 10 mínútur. Berið fram.

Einföld tómatsúpa.

Föstudagur – Hvít pítsa

Uppskrift af Delish

Hráefni:

1 tilbúið pítsadeig (eða búið það til – uppskrift hér)
grænmetisolía
hveiti
¼ bolli ólífuolía
4 hvítlauksgeirar, skornir þunnt
1½ bolli ricotta ostur (eða kotasæla)
½ tsk. salt
½ tsk. pipar
1 msk. ferskt oreganó, saxað
1 tsk. ferskt timjan, saxað
2 bollar rifinn ostur
¼ bolli rifinn parmesan ostur
chili flögur (má sleppa)

Aðferð:

Hitið ofninn í 250°C. Smyrjið tvær ofnplötur með grænmetisolíu og drissið hveiti yfir. Hitið ólífuolíu í litlum potti yfir meðalhita. Bætið hvítlauk út í og eldið í 1 mínútu. Takið af hitanum. Hellið olíunni í gegnum fínt gatasigti og saltið aðeins. Setjið olíuna til hliðar. Blandið ricotta osti, salti, pipar og helmingnum af kryddjurtunum saman í lítilli skál. Fletjið út deigið og setjið á ofnplötur. Penslið deigið með hvítlauksolíunni og skiptið ostinum jafnt á milli botnanna. Deilið ricotta-blöndunni jafnt á milli. Bakið í 15 til 17 mínútur. Skreytið með restinni af kryddjurtunum, hvítlauknum sem stóð eftir þegar að olían var síuð og chili flögum.

Hvít pítsa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
09.06.2021

Vinsæll íþróttadrykkur víða ófáanlegur í íslenskum verslunum

Vinsæll íþróttadrykkur víða ófáanlegur í íslenskum verslunum
Matur
23.05.2021

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“
Matur
30.04.2021

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti – virkar líka á glúteinleysingja

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti – virkar líka á glúteinleysingja
Matur
28.04.2021

Uppáhalds uppskriftir Berglindar Hreiðars – Nautalund, humar, kanilsnúðar og bestu núðlur í heimi

Uppáhalds uppskriftir Berglindar Hreiðars – Nautalund, humar, kanilsnúðar og bestu núðlur í heimi
Matur
21.04.2021

Listaspíruleyndarmál – 5 uppáhalds veitinga- og kaffistaðir Sögu

Listaspíruleyndarmál – 5 uppáhalds veitinga- og kaffistaðir Sögu
Matur
20.04.2021

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas
Matur
10.04.2021

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu
Matur
10.04.2021

Kristinn er maðurinn á bak við Soð – Þetta borðar hann á venjulegum degi

Kristinn er maðurinn á bak við Soð – Þetta borðar hann á venjulegum degi